Áfangi

Ilmolíufræði

Markmið

Meginmarkmið eru að nemendur: Þekki sögu ilmkjarnaolíunotkunar Viti hvernig ilmkjarnaolíur eru unnar Þekki helstu eiginleika blómavatna Þekki öryggisatriði við notkun ilmkjarnaolía Átti sig á mismunandi gæðum ilmkjarnaolía Kannist við helstu efni sem ilmkjarnaolíur innihalda og virkni þeirra Viti hvernig ilmkjarnaolíur vinna á líkamann Þekki helstu notkunarleiðir ilmkjarnaolía Þekki áhrif ilmkjarnaolía á helstu kerfi líkamans Geti þynnt ilmkjarnaolíur á viðeigandi hátt Þekki eiginleika og virkni algengra ilmkjarnaolía Þekki eiginleika og virkni algengra grunnolía Þekki eiginleika synergía Geti blandað ilmkjarnaolíur eftir uppskriftum Geti hannað sínar eigin uppskriftir Kunni að halda viðskiptamannaskrá og gera „case studies“ Kannist við rannsóknir á ilmkjarnaolíum

Efnisatriði

Farið verður í skilgreiningu á ilmkjarnaolíum, sögu þeirra og vinnsluaðferðir. Helstu eiginleikar algengra ilmkjarnaolía verða ræddir auk þess sem eiginleikar blómavatna og grunnolía verða skoðaðir. Öryggisatriði við notkun ilmkjarnaolía verða til umfjöllunar ásamt helstu efnum sem olíurnar innihalda. Einnig verður farið í gæði og varðveislu ilmkjarnaolía. Fjallað verður um virkni ilmkjarnaolía á helstu líkamskerfi og hvernig er best að nota þær fyrir hvert kerfi. Farið verður í blöndun og þynningu ilmkjarnaolía og hönnun uppskrifta kennd. Að lokum verður fjallað um viðskiptamannaskráningu. Áhersla er lögð á að nemendur öðlist færni í að setja sjálfir saman ilmkjarnaolíublöndur og nota í heilsunuddi.

Námsfyrirkomulag

Innlögn kennara og umræður í kennslustundum. Þátttaka nemenda í verklegum æfingum.

Kennslugögn

ILM103 – Kennsluhefti (fæst hjá kennara), ilmkjarnaolíur, grunnolíur o.fl.

Námsmat

1. Vinna á önninni 65% 4 blöndur, skráning á virkni og skýrslur, samtals 20% Kynning á virkni einnar blöndu 5% Ýmis verkefni 25% Hlutapróf 10% - aðeins tvö bestu af þremur tekin inn í lokaeinkunn. Engin sjúkrapróf eru vegna hlutaprófa. Virkni og þátttaka í umræðum, bæði í kennslustundum og í Moodle, 5% Ekki er tekið við verkefnum viku eftir auglýstan skiladag né þegar kennari hefur skilað þeim til baka Sé verkefni ekki skilað á auglýstum skiladegi dregst 0,5 frá einkunn fyrir hvern dag sem líður þar til verkefninu er skilað Öll verkefni er einstaklingsverkefni nema annað sé tekið fram 2. Lokapróf 35% Til þess að standast áfangann þarf að hafa að lágmarki einkunnina 4,5 á lokaprófi