Áfangi

Grunnáfangi

  • Áfangaheiti: ÍSAN1GR05
    Ísl. sem annað mál
  • Undanfari: ÍSAN1UN05 eða eitt ár í íslenskum grunnskóla

Markmið

Hæfniviðmið áfanga eru að nemandi • geti tjáð sig í töluðu og rituðu máli. • geti nýtt íslenskt mál í námi og verkefnum • geti farið eftir munnlegum og skriflegum leiðbeiningum • geti aflað sér þekkingar og upplýsinga varðandi daglegt líf.

Efnisatriði

Heimili og húsnæði Staðir, fyrirtæki og stofnanir Fasteignakaup og –sala Venjur og siðir Persónulýsingar og persónuleiki Fatnaður, aukahlutir og litir Fjölskyldulíf Árstíðir Atvinna og atvinnuleit Ferðalög Sagnorð (veik og sterk) Persónubeyging sagnorða Kennimyndir sagnorða Ópersónulegar sagnir Boðháttur Nafnorð (föll og beygingar) Greinir Áhrif forsetninga á nafnorð Lýsingarorð

Námsfyrirkomulag

Unnið er með efnisþætti kennslubókar sem tengjast daglegu lífi. Námið fer fram með hlustun, lestri, frásögn, samskiptum og ritun. Nemendur gera sjálfsmat í lok hvers kafla og taka síðan próf fimm sinnum á önninni. Nemendur eiga þess kost að endurtaka hvert próf til að hækka einkunnina.

Kennslugögn

Íslenska fyrir alla 2
Höfundar Sólborg Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir.

Námsmat

Nemendur taka fimm próf yfir önnina úr kennslubókinni og eitt úr smásögum/ljóðum. Verkefnabók gildir til lokaeinkunnar.

Tengd vefslóð

http://www4.fa.is/deildir/Islenska2/isa/isa103.html