Áfangi

Stjórnmálafræði

Markmið

Að nemendur:

• geti lýst helstu viðfangsefnum stjórnmálafræðinnar
• kynnist hugtökum stjórnmálafræðinnar og helstu hugmyndastefnum í stjórnmálaþróun síðustu aldar
• þekki aðalatriðin í þróun íslenska stjórnkerfisins
• geti tekið rökstudda afstöðu til helstu þátta sem nú einkenna ágreining og átök á milli íslenskra stjórnmálaflokka og innan þeirra
• kunni skil á þrískiptingu ríkisvaldsins og geti útskýrt hvernig hún er útfærð í íslenska stjórnkerfinu
• átti sig á áhrifum hagsmunasamtaka og þrýstihópa á íslensk stjórnmál og ákvarðanir í íslenska stjórnkerfinu
• meti á sjálfstæðan hátt kosti og galla hina ýmsu hugmyndakerfa stjórnmálanna

Efnisatriði

Í upphafi verður farið í helstu hugtök stjórnmálafræðinnar, þá í átök og samstöðu og síðan í hugmyndafræði og stefnur. Því næst verður íslenska stjórnkerfið skoðað og þrískipting valdsins á Íslandi. Þá verður farið yfir kenningar um lýðræði og vald og farið yfir þróun íslenskra stjórnmála. Alþingi verður skoðað sérstaklega sem og stjórnmálaflokkar og hagsmunasamtök.

Kennslugögn

Magnús Gíslason Stjórnmálafræði fyrir framhaldskóla
Ljósritaðar greinar og annað efni sem kennari dreifir.

Námsmat

Próf: 40%
Verkefni: 60%