Áfangi

Vinnustaðanám sjúkraliða - öldrun

  • Áfangaheiti: VINN3ÖH08
  • Undanfari: HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05

Markmið

Að loknu námi í áfanganum á nemandi að sýna færni í að aðstoða skjólstæðing við ADL (athafnir daglegs lífs) þekkja og beita viðurkenndum reglum um smitgát og sýkingavarnir, sýna færni í að fyrirbyggja og meta fylgikvilla rúmlegu sýna færni í samskiptum við skjólstæðinga geta gert grein fyrir mikilvægi umhyggju í hjúkrunarstörfum sýna færni í eftirliti og mati á líkamlegu og andlegu ástandi sjúklings geta skráð lífsmörk, útskilnað og inntekt geta nýtt sér hjálpartæki og hjúkrunargögn á viðeigandi hátt geta gert grein fyrir slysagildrum í umhverfi skjólstæðings og beitt forvörnum geta útskýrt tilgang þverfaglegrar samvinnu á öldrunarstofnunum sýna færni í að skipuleggja hjúkrun skjólstæðinga sinna í samvinnu við leiðbeinanda skilja hlutverk sjúkraliða á viðkomandi deild geta gert grein fyrir mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðing.

Efnisatriði

Sjálfsumönnun, sjálfsbjargargeta, ADL, smitgát, samskipti, umhyggja, fyrirbygging fylgikvilla, eftirlit, mat á ástandi sjúklings, skráning, lífsmörk, vökvaskrá, morgunaðhlynning, hjúkrunargögn, hjálpartæki, slysavarnir.

Námsfyrirkomulag

Verknám fer fram á öldrunar- og/eða hjúkrunardeildum. Námstíminn er 3 vikur eða 15 vaktir frá miðjum maí til byrjun júni. Hjúkrunarkennari, leiðbeinandi og deildarstjóri bera sameiginlega ábyrgð á verklegu námi sjúkraliðanema. Nemandi fylgir leiðbeinanda við öll almenn störf sjúkraliða. Í upphafi tímabils setur nemandi sér persónuleg og fagleg markmið um verknámið.

Námsmat

Í verknáminu færir nemandi Ferilbók og vinnur 3 mismunandi verkefni, sem eru hluti af lokamati. Hjúkrunarkennari fer yfir verkefni, en leiðbeinandi gefur umsögn og mat fyrir frammistöðu nemanda á verknámsstað.