Áfangi

Öldrunarhjúkrun

  • Áfangaheiti: HJÚK3ÖH05
  • Undanfari: HJÚK2HM05 og HJÚK2TV05 (eða eftir samkomulag)

Efnisatriði

Í áfanganum er fjallað um stöðu aldraðra í samfélaginu og þá félagsþjónustu sem öldruðum stendur til boða. Jafnframt er lögð áhersla á sjálfsákvörðunarrétt aldraðra og þau réttindi sem öldruðum eru tryggð samkvæmt lögum. Hugmyndafræði og helstu kenningar í öldrunarhjúkrun eru skoðaðar. Farið er yfir helstu andlegar, félagslegar og líkamlegar breytingar sem fylgja hækkandi aldri. Fjallað er um helstu sjúkdóma og heilsufarsvandamál aldraðra og viðeigandi hjúkrun. Kynntar eru aðferðir til þess að meta áhrif sjúkdóma og heilsubrests á virkni og vellíðan aldraðra. Fjallað er um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls á efri árum með áherslu á forvarnir og heilsueflingu til auka lífsgæði og vellíðan aldraðra. Sorg og sorgarviðbrögð eru tekin til umfjöllunar. Lögð er áhersla á sérstakar hjúkrunarþarfir einstaklinga við lífslok og líknarmeðferð. Áhersla er lögð á þverfaglega samvinnu, yfirsýn og heildræna nálgun við hjúkrun aldraðra hvort sem er á stofnunum eða á heimilum ásamt faglegum vinnubrögðum og viðurkenndri skráningu hjúkrunar.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna, umræður.
Gott er að taka áfangann samhliða HJÚK3FG05.

Kennslugögn

HJÚKRUN 3. þrep, Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir, Brix. Grosen, o.fl. ritstjórar: Jette Nielsen, Else Lykke. Ritstjóri ísl. útg. Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir.
Efni frá kennara, sem vísað er sérstaklega til í tengslum við námsefnið.

Námsmat

Símat, verkefni og próf. Vettvangsheimsóknir. Sjá nánar í kennsluáætlun hverju sinni.