Áfangi

Hjúkrun fullorðinna 2

  • Áfangaheiti: HJÚK2TV05
  • Undanfari: HJÚK1AG05 og HJVG1VG05

Markmið

Fjallað er um hjúkrun sjúklinga með bráða- og langvinna sjúkdóma sem tengjast eftirtöldum kerfum: taugakerfi, innkirtlakerfi, ónæmiskerfi, stoðkerfi ásamt umfjöllun um smitgát, sár og sárameðferð, verki og verkjameðferð. Í áfanganum er lögð áhersla á tengingu fræðilegrar þekkingar við skipulagningu og framkvæmd hjúkrunar.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna, umræður.
Best er að taka áfangann samhliða HJÚK2HM05.

Kennslugögn

Hjúkrun fullorðinna 2. Þrep. IÐNÚ útgáfa, 2015. Ritstjóri íslensku útgáfunnar: Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir

Námsmat

Símat, verkefni og próf. Sjá nánar í kennsluáætlun hverju sinni.