Áfangi

DAN 103

  • Áfangaheiti: DANS1GR05
  • Undanfari: Dönskueinkunn C á grunnskólaprófi

Markmið

Áhersla er á að auka orðaforða og les- og hlustunarskilning nemenda, svo þeir verði færir um að skilja venjulegt talað og ritað mál almenns eðlis. Undirstöðuatriði danskrar málfræði eru rifjuð upp og málnotkun þjálfuð með skriflegum og munnlegum verkefnum.

Kennslugögn

Hvid sommer, eftir Hanne Elisabeth Schultz, Fremad Paperback 1997.
Ghetto: Danskar smásögur, Bjarni Þorsteinsson tók saman. Bjartur 2008.
Sådan siger man eftir Hafdísi Ingvarsdóttur og Kirsten Friðriksdóttur Mál og menning 2002.
Annað efni (vefslóðir, ýmsir textar og verkefni) er aðgengilegt á kennsluvefnum Moodle.

Námsmat

Verkefni og próf á önninni 40% Munnlegt próf 10% Skriflegt lokapróf 50%