Áfangi

Eðlisfræði 1

  • Áfangaheiti: EÐLI2GR05
  • Undanfari: RAUN1JE05 og æskilegt er að nemandi hafi lokið STÆR2HV05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Markmið (námsmarkmið og viðmið um þekkingu, hæfni og leikni): Nemendur tileinki sér þekkingu og færni í efnisatriðum áfangans sem þeir þurfa að sýna í lokaprófi. Auk styttri verkefna og prófa er lögð áhersla á að nemandinn kynnist lögmálum eðlisfræðinnar af eigin raun með tilraunum og læri ítarlega skrásetningu gagna í verkbók.

Efnisatriði

Mælistærðir
Hreyfing eftir beinni línu (hraði, hröðun, frjálst fall, þyngdarhröðun)
Kraftar (1, 2 og 3 lögmál Newtons, núningskraftur, fjaðurkraftur)
Vinna og orkuvarðveisla (vinna, nýtni, skriðorka, stöðuorka, spennuorka, varmaorka, massi sem orkuform)
Atlag og skriðþungi
Þrýstingur (þrýstingur og lögmál Arkimedesesar)
Ljósgeislafræði (endurvarp, ljósbrot, lögmál Snells, linsur)

Kennslugögn

Eðlisfræði 103 eftir Davíð Þorsteinsson. Útg. ágúst 2000. Dæmahefti af vefsíðu áfangans í Moodle. Fyrirlestar um valin efni frá Khan Academy hjá www.khanacademy.org

Námsmat

Lokapróf: 50%
Verklegar æfingar: 20%
Verkefni: 30%