Áfangi

Runur, raðir og heildun

Markmið

Að nemandi hafi góðan skilning á heildareikningi, kunni ýmsar aðferðir til að leysa heildi og kunni helstu reglur um ákveðið heildi.
Að nemandi hafi nokkra hugmynd um deildajöfnur af fyrsta stigi.
Að nemandi kunni endanlegar og óendanlegar runur og raðir.

Efnisatriði

Stofnföll, óákveðið heildi og heildisprófið. Aðferðir við að reikna út heildi. Undirstöðusetning deilda- og heildareiknings og sönnun hennar. Yfir-, undir- og millisummur og ákveðið heildi. Hagnýting heildareiknings. Deildajöfnur af fyrsta stigi. Runur og raðir.
Dæmi um ítarefni: Námundun flókinna falla með margliðum til að ákvarða nálgunargildi fyrir heildi, afleiður og núllstöðvar. Arkarföll og afleiður þeirra.

Kennslugögn

Stærðfræði 3000 (503). Heildun, deildajöfnur, runur og raðir. Höfundar : Lars-Eric Björk og Hans Brolin.

Námsmat

Lokapróf 80%
Verkefni á önn (gagnvirk) 20%

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Staerdfraedi/stae503/stae503.htm