Áfangi

Enska 4

  • Áfangaheiti: ENSK3RO05
  • Undanfari: ENSK3SA05

Markmið

Nemendur eiga að hafa aukið lestrarhraða sinn og:
-bætt lesskilning með lestri bókmennta og blaðagreina
-þekkja nokkra helstu skáldsagnahöfunda 20. aldar á enska tungu
-hafa aukið orðaforða sinn verulega
-geta beitt bókmenntahugtökum þeim sem kynnt voru í ENS403.

Lesið er eitt nútíma leikrit og þrjár skáldsögur frá tímabilinu 1918 til dagsins í dag. Þar af eru tvær kjörbækur; önnur frá millistríðsárunum og sú seinni frá því eftir seinni heimsstyrjöldina. Blaða- og tímaritagreinum er dreift á önnina.

Efnisatriði

Megin viðfangsefni þessa áfanga eru bókmenntir 20. og 21. aldar (frá 1914).
Verkin sem lesin eru gerast líka á 20. öld og varpa þannig ljósi á það tímabil sem þau gerast á.
Lögð er áhersla á mikinn og samfelldan lestur og tíð verkefni sem metin eru til einkunnar

Kennslugögn

Willy Russell: Educating Rita
William Golding: Lord of the Flies
Textar og önnur verkefni hjá kennara.

Kjörbók I (1914 - 45) Velja skal eina af eftirfarandi skáldsögum:
George Orwell: Down and Out in Paris and London
Ernest Hemingway: A Farewell to Arms
Christopher Isherwood: Goodbye to Berlin
Virginia Woolf: Mrs. Dalloway

Kjörbók II (eftir 1945) Velja skal eina af eftirfarandi skáldsögum:
Sylvia Plath: The Bell Jar,
Kurt Vonnegut: Hocus Pocus
Toni Morrison: Sula,
Ray Bradbury: Farenheit 451.

Námsmat

Lokapróf 50%
Verkefni á önn 50%