Áfangi

ENS 622

  • Áfangaheiti: ENLÆ3ÞÆ04
  • Undanfari: ENLÆ3LÓ05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

• Nemendur læri kerfisbundið frekar þann orðaforða ensks læknisfræðimálfars. • þjálfist í stafsetningu og greinarmerkjasetningu þannig að þeir séu færir um að setja enskan læknisfræðitexta upp sjálfir.

Lokið er yfirferð yfir þann orðaforða sem tengist líffærakerfum líkamans og helstu sjúkdómum. Jafnframt fjallað um læknismeðferð og lækningatæki. Ritunaræfingar byggjast á læknabréfum, skýrslum og aðgerðalýsingum.

Kennslugögn

Peggy C. Leonard: Building a Medical Vocabulary, 6. útgáfa (with Spanish Translations) 6th edition - fæst á netinu t.d. á amazon.com eða láta bókabúð panta.

Ritunartextar hjá kennara.

Bogi Ingimarsson, Eiríkur Páll Eiríksson og Gerður Helgadóttir: Handbók læknaritara. Þessi bók getur komið að góðum notum, en ekki er skylda að kaupa hana.

Góð orðabók, ensk-ensk og /eða ensk íslensk. Eins er gott að vera með medical dictionary, t.d. Dorlands en það er engin skylda. Dorlands er til í tveimur stærðum og sú minni ætti að nægja. Eins er rétt að benda á að í kennslubókinni er orðasafn.

Nauðsynlegt er að hafa diktafón með afspilara.

Námsmat

Lögð eru fyrir fimm orðaforðapróf á önninni og gilda fjórar hæstu einkunnir samtals 50%.
Tölvuverkefni gilda 50%.
Nemendur verða að ná lámarkseinkunn bæði á samanlögðum prófum og í tölvuverkefnum