Áfangi

HOS 302

Markmið

Að nemandi:
- kannist við uppbyggingu þvagstrimla og reglur varðandi töku þvagprufa
- kannist við hugtökin sýrustig, blóðsúr, basaeitrun, ketóneitrun og sýru-basa jafnvægi líkamans
- þekki gerðir þvagstrimla sem seldar eru í lyfjabúðum og geti leiðbeint í sambandi við val á þeim
- þekki gerðir blóðstrimla og geti leiðbeint um notkun á blóðsykursmælum
- þekki þau próf sem seld eru og þær mælingar sem gerðar eru í lyfjabúðum
- geti leiðbeint sjúklingum í sambandi við val á sprautum og nálum
- geti leiðbeint sjúklingum í sambandi við notkun á insúlínpennum og þekki tegundir nála sem notaðar eru í þá
- geti fyllt út eyðublöð í sambandi við greiðsluþátttöku Tryggingarstofnunar ríkisins á ýmsum vörum og hjálpartækjum
- þekki skipskistureglugerðina.

Efnisatriði

Þvagstrimlar, litvísar (indikatorar), sýrustig (pH), blóðsúr (acidosis), basaeitrun (alkalosis), ketóneitrun (ketosis), DKA (diabetic ketoacidosis), sýru-basa jafnvægi, blóðsykursmælar, blóðstrimlar, nálar, insúlínpennar, þungunarpróf, fíkniefnapróf, blóðþrýstingsmæling, kólesterólmæling, kolmónoxíðmæling, beinþéttnimæling, útfylling eyðublaða frá TR, skipskistureglugerð.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.
Áfanginn kenndur í síðasta skipti haust 2020

Námsmat

Verkefni og lokapróf.