Áfangi

Tann- og munnsjúkdómar 1

Efnisatriði

Heiti, hlutverk og uppbygging tanna og vefja, myndun tanna, fjöldi tanna og tanntaka, tannsýkla, bakteríur, sýnataka, sýrustig, tannsteinn, tannáta, áhrifaþættir tannátu, úrkölkun og endurkölkun, uppbygging tannholds og sjúkdómar í tannholdi, fyrirbyggjandi meðferðir og eftirlit, munnvatn, munnvatnsskortur, mataræði, flúor, munnhirða mismunandi hópa svo sem aldraðra, fatlaðra og annara, hjálpartæki og efni til munnhirðu, slímhimnusjúkdómar.

Námsfyrirkomulag

Efnið er á netinu og samskipti við kennara og aðra nemendur fara fram í kennsluumhverfinu web-ct og tölvupósti.  Nauðsynlegt er að nemendur séu virkir í samskiptum við kennara.

Kennslugögn

Tandklinikassistent, grundforløb og hovedforløb, útgefin af Erhvervsskolernes Forlag.
www.ef.dk ásamt ítarefni á netinu og hjá kennara