Áfangi

SJÚ 103

  • Áfangaheiti: SJÚK2MS05
  • Undanfari: LÍOL2SS05 og HBFR1HH05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemendur geti gert grein fyrir nokkrum grundvallarhugtökum í meinafræði og tengsl þeirra við sjúkdóma í mönnum. Að nemendur geti gert grein fyrir hlutverkum helstu samvægisferla í heilbrigði mannslíkamans. Að nemendur læri um þróun og sameiginleg einkenni helstu krabbameina og tengsl þeirra við umhverfis-og erfðaþætti. Að nemendur læri um meingerð, einkenni og orsakir algengustu sjúkdóma í þekjukerfi, stoðkerfi og taugakerfi.Að nemendur þekki algeng latnesk sjúkdómsheiti og tengsl þeirra við líffæra-og lífeðlisfræði.

Efnisatriði

Í áfanganum er fjallað um grundvallarhugtök í meinafræði og þróun sjúklegra breytinga í líkamsvefjum. Það er fjallað nokkuð almennt um sýkingar, æxlisvöxt og umhverfislöskun og nokkuð ítarlega um sjúkdóma í stoðkerfi, taugakerfi og húð.

Námsfyrirkomulag

Fjarnám, nemendur tileinka sér það námsefni sem vísað er til í kennslubók og á námsvefnum inni í Blackboard og víðar. Engin verkefnaskil eru í áfanganum, en í kennsluumhverfinu eru verkefni og gagnvirk próf úr öllum efnisþáttum, sem nauðsynlegt er fyrir nemendur að vinna til þess að standast próf.

Kennslugögn

Mc Connell,T. 2008. The Nature of Disease: Pathology for the Health. Best að panta á Saxo.com eða á amazon.com.
Auk þess efni á vefnum, sem tengjast efni áfangans og kennari vísar Stuðningsefni: Bogi B. Ingimarsson. 1995. Sjúkdómar í mönnum, Reykjavík, Iðnú. Fyrstu sjö kaflar bókarinnar. Auk þess efni á vefnum, sem tengjast efni áfangans. Salómon o. fl. 1995. Líffæra-og lífeðlisfræði. Regína Stefnisdóttir (þýð.) Bogi B. Ingimarsson. 1994. Sýklafræði,Iðnú.

Námsmat

Lokapróf gildir 80% í lokaeinkunn áfangans, tvö krossapróf gilda 10% hvort próf, þessi krossapróf eru aðeins opin í takmarkaðan tíma. Önnur krossapróf sem eru í kennsluumhverfinu Webct í áfanganum eru æfingapróf, sem gilda ekki í námsmati.