Áfangi

Sálfræði grunnáfangi

Markmið

Að nemendur:
• þekki helstu stefnur sálfræðinnar og fái innsýn í fjölbreytni hennar
• þekki helstu starfssvið sálfræðinga og viti hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi og í meðferð
• viti hvað viðbragðsskilyrðing er og þekki tengsl hennar við daglegt líf, svo sem óttaviðbrögð, auglýsingar, meðferðarúrræði o.s.frv.
• viti hvað virk skilyrðing er og þekki tengsl hennar við uppeldi, hegðunar -vandamál, meðferð, nám o.s.frv.
• þekki helstu tegundir æðra náms eins og t.d. sýndarnám og innsæisnám
• þekki hugrænar kenningar um minni og fái innsýn í minnistækniaðferðir og námstækni
• þekki helstu rannsóknaraðferðir sálfræðinnar og þjálfist í vísindalegri hugsun og vinnubrögðum með því að framkvæma einfalda tilraun og túlka niðurstöður

Kennslugögn

Inngangur að sálfræði eftir Kristján Guðmundsson og Lilju Ósk Úlfarsdóttur. JPV útgáfa 2008

Námsmat

Moodle krossapróf (tvö) 20%
Rannsóknarverkefni 15%
Lokapróf 65%