Áfangi

Sálfræði grunnáfangi

Markmið

Markmið er að nemendur:

 • þekki helstu stefnur og sálfræðinnar og fái innsýn í fjölbreytileika hennar.
 • Þekki helstu starfssvið sálfræðinga og viti hvernig sálfræði nýtist í daglegu lífi og í meðferð
 • Þekki helstu hugrænar kenningar um minni og fái innsýn í minnistækniaðferðir og námstækni
 • viti hvað viðbragðsskilyrðing er og þekki tengsl hennar við daglegt líf, svo sem óttaviðbrögð, auglýsingar, meðferðaúrræði o.s.frv. 
 •  viti hvað virk skilyrðing er og þekki tengsl hennar m.a við uppeldi, hegðunarvandamál meðferð, nám o.s.frv 
 • Þekki helstu rannsóknaraðferðir sálfræðinnar og þjálfist í vísindalegri hugsun og vinnubrögðum með því að framkvæma einfalda tilraun og skrifa skýrslu samkvæmt viðurkenndum reglum

Efnisatriði

 • Kafli 1: Hvað er sálfræði?
 • Kafli 3: Ólíkar stefnur sálfræðinnar
 • Kafli 4: Námssálfræði (viðbragðskilyrðing og virk skilyrðing)
 • Kafli 5: Hugræn sálfræði (æðra nám og minni)
 • Kafli 6: Rannsóknir í sálfræði

Kennslugögn

Inngangur að sálfræði eftir Kristján Guðmundsson og Lilju Ósk Úlfarsdóttur. JPV útgáfa 2008

Námsmat

Lokapróf 65%
Verkefni á önn 35%