Áfangi

Sálfræði daglegs lífs

Markmið

Hæfniviðmið: Nemendur skilja og geta rætt um tengsl sjálfstjórnar og heilsu. Nemendur geta útskýrt helstu viðmið fyrir andlegu heilbrigði. Nemendur geta útskýrt þroska sjálfsins m.t.t. kenningar Eriksons og átta sig á tengslum þroskans við heilsutengda hegðun. Nemendur hafa færni til að greina eðlilega streitu frá ofstreitu Nemendur geta útskýrt helstu streituvalda í nútíma þjóðfélagi og hafa færni til að meta aðferðir eða leiðir sem vinna gegn streitu. Nemendur skilja eðli samskipta og búa yfir færni til að bæta samskipti. Nemendur öðlast færni í sjálfstæðum- og fræðilegum vinnubrögðum og í að afla sér upplýsinga um sálfræðileg viðfangsefni.

Efnisatriði

Í áfanganum verður lögð áhersla á að nemendur átti sig á heilsuhegðun. Hvað hefur áhrif á heilsuhegðun og hver er þáttur einstaklingsins í eigin heilsuhegðun. Helstu viðmið andlegs heilbrigðis verða skoðuð og fjallað verður ítarlega um þróun sjálfsins út frá kenningu Eriksons.  Streitu- og ofstreituhugtakið verður kynnt fyrir nemendum og farið verður ítarlega í lífeðlisfræði þess ferlis.  Í framhaldi af umræðu um streituhugtakið verða skoðaðar leiðir til að draga úr streitu.  Samskipti verða skoðuð út frá þeim þáttum sem mögulega liggja til grundvallar hæfni hvers og eins til samskipta.  Leiðir til að bæta hæfni í samskiptum verða skoðaðar og reynt verður að tengja saman þau hugtök sem fjallað hefur verið um, þ.e.a.s. þroskahugtakið, þróun sjálfsins, streitan, ofstreitan, andlegt heilbrigði og samskipti.

Kennslugögn

Sálfræði daglegs lífs.
Höfundar: Valgerður Ólafsdóttir, Lilja Ósk Úlfarsdóttir

Námsmat

Lokapróf 50%
Verkefni á önn 50% Kennari áskilur sér rétt til breytinga á önninni.

Tengd vefslóð