Áfangi

Þroskasálfræði

Markmið

Að nemendur:

  • átti sig á mikilvægi andlegs og líkamlegs viðurværis fyrir þroska barna og átti sig á því að hugsun barna er eðlisólík hugsun fullþroska fólks
  • fái innsýn í megineinkenni líkamsþroska, vitsmunaþroska, málþroska, tilfinninga- og persónuleikaþroska
  • öðlist innsýn í viðfangsefni og helstu álitamál þroskasálfræðinnar
  • viti hvað einkennir vísindaleg vinnubrögð og fái nokkra þjálfun í að beita slíkum vinnubrögðum
  • þekki helstu rannsóknaraðferðir þroskasálfræðinnar og kosti þeirra og galla

Efnisatriði

Þroskasálfræði, álitamál, þroski, líkamsþroski, vitsmunaþroski, persónuleikaþroski, málþroski, tilfinningaþroski, geðraskanir barna, frumkvöðlar, rannsóknaraðferðir og rannsóknarsnið.

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Þroskasálfræði; Lengi býr að fyrstu gerð. Aldís Unnur Guðmundsdóttir. Forlagið (2020).

Námsmat

Kaflapróf, verkefnaskil og lokapróf.