Áfangi

Þroskasálfræði

Markmið

Markmið áfangans er að nemendur: fái ágrip af sögulegum bakgrunni þroskasálfræðinnar og hugmynda um bernsku. Átti sig á mikilvægi andlegs og líkamlegs viðurværis fyrir þroska barna og átti sig á því að hugsun barna er eðlisólík hugsun fullþroska fólks. Öðlist innsýn í viðfangsefni og helstu álitamál þroskasálfræðinnarviti hvað einkennir vísindaleg vinnubrögð og fái nokkra þjálfun í að beita slíkum vinnubrögðum. Þekki helstu rannsóknaraðferðir þroskasálfræðinnar og kosti þeirra og galla kynnist helstu kenningasmiðum á sviði þroskasálfræði. Fái innsýn í megineinkenni líkamsþroska, vitsmunaþroska, málþroska, tilfinninga- og persónuleikaþroska. Þekki dæmi um frávik í þroska og kynjamun. Verði fær um að leita upplýsinga og þekkingar með fjölbreyttum aðferðum. Fái þjálfun í að vinna sjálfstætt verkefni og að kynna niðurstöður sínar og taki þátt í umræðum um þær.

Kennslugögn

Þroskasálfræði; Lengi býr að fyrstu gerð. Aldís Unnur Guðmundsdóttir. Forlagið (2020).

Námsmat

Kaflapróf x 3 21% próf 1 = kafli 2 og 3 Próf 2 = kafli 4 og 7 Próf 3 = kafli 6 og 8 Piagetskýrsla 20% veitir próftökurétt. Lokapróf 59% (lágmarkseinkunn 4,5)