Áfangi

NÆR 103

Efnisatriði

Í áfanganum er farið í næringarefnin, hlutverk þeirra, dagsþörf og skortseinkenni. Fjallað er um manneldismarkmiðin, ráðlagða dagskammta og fæðuhringinn og í tengslum við það skoðaðar kannanir á mataræði Íslendinga. Einnig eru teknar fyrir merkingar matvæla og aukefni í matvælum. Kenndir eru útreikningar á orku- og næringarinnihaldi fæðis. Í kjölfarið vinna nemendur verkefni um neyslukönnun. Einnig verður farið í offitu og megrunarkúra. Farið verður í næringu sérstakra hópa t.d. ófrískra kvenna og aldraðra.Í lokin verður fjallað um sérfæði á sjúkrastofnunum t.d. sykursjúkra og hjartasjúkra.

Kennslugögn

Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra eftir Ólaf Gunnar Sæmundsson
(Líka hægt að nota: Næring og hollusta eftir Elísabetu S. Magnúsdóttur).

Námsmat

Námsmat byggir á lokaeinkunn (lágmarkseinkunn 4,5), tveimur skilaverkefnum og gagnvirkum prófum. Lokapróf getur gilt 80% af lokaeinkunn á móti tveimur skilaverkefnum eða 68% ef gagnvirk verkefni eru tekin auk skilaverkefnanna.