Áfangi

Líffæra- og lífeðlisfræði 2

Markmið

Eftir að hafa stundað nám í áfanganum á nemandi að hafa góða þekkingu á byggingu og starfsemi eftirfarandi líffærakerfa: blóðrásarkerfis, vessakerfis, öndunarkerfis, meltingarkerfis, þvagkerfis, æxlunarkerfis auk fósturþroska. Hann á enn fremur að hafa skilning á hvernig starfsemi líffærakerfanna tengist innbyrðis og hvernig þau vinna öll að viðhaldi á innri stöðugleika líkamans.

Efnisatriði

Blóð, blóðflokkar, blóðstorknun, hjarta, hjartsláttur, blóðæðar, blóðþrýstingur, hringrásarkerfi, vessi, vessalíffæri, varnarkerfi, ónæmi, öndunarkerfi, öndun, meltingarkerfi, melting, þvagkerfi, þvagmyndun, vökva-saltvægi, æxlunarkerfi, fósturþroski

Kennslugögn

INTRODUCTION TO THE HUMAN BODY
Einnig er mælt með Human Anatomy Coloring Book eftir M.Matt og J.Ziemian.

Námsmat

Lokapróf 65%
Verkefni á önn 35%