Áfangi

LOL 203

Markmið

Eftir að hafa stundað nám í áfanganum á nemandi að hafa góða þekkingu á byggingu og starfsemi eftirfarandi líffærakerfa: blóðrásarkerfis, vessakerfis, öndunarkerfis, meltingarkerfis, þvagkerfis, æxlunarkerfis auk fósturþroska. Hann á enn fremur að hafa skilning á hvernig starfsemi líffærakerfanna tengist innbyrðis og hvernig þau vinna öll að viðhaldi á innri stöðugleika líkamans.

Efnisatriði

Blóð, blóðflokkar, blóðstorknun, hjarta, hjartsláttur, blóðæðar, blóðþrýstingur, hringrásarkerfi, vessi, vessalíffæri, varnarkerfi, ónæmi, öndunarkerfi, öndun, meltingarkerfi, melting, þvagkerfi, þvagmyndun, vökva-saltvægi, æxlunarkerfi, fósturþroski

Kennslugögn

1. Essentials of Anatomy and Physiology eftir Tortora og Derrickson. 9. útgáfa. Fæst í Bóksölu stúdenta.  Þetta er sama bókin og heitir í eldri útgáfum Introduction to the Human Body og er eftir sömu höfunda. Þær útgáfur má líka nota. Þeir sem ekki treysta sér að lesa enska kennslubók geta stuðst við 2. heftið af Líffæra- og lífeðlisfræði eftir Solomon og Philips í þýðingu Regínu Stefnisdóttur.
2. Human Anatomy Colouring Book eftir M. Marr og J. Ziemian. Fæst í Bóksölu stúdenta og fleiri bókaverslunum
3. Trélitasett (12-15 litir)

Námsmat

3 krossapróf sem tekin eru á önninni gilda 10% hvert.  Skriflegt lokapróf gildir 70%