Áfangi
Algebra, föll og mengi
- Áfangaheiti: STÆR2AM05
- Undanfari: STÆR1GR05 eða stærðfræðieinkunn A eða B á grunnskólaprófi.
Markmið
Að nemandi rifji upp og styrki grundvallaratriði talnameðferðar og algebru.
Að nemandi þekki helstu hugtök úr mengjafræði.
Að nemandi geti leyst ójöfnur af fyrsta stigi og tölugildisjöfnur og -ójöfnur.
Að nemandi þekki fallhugtakið og geti unnið með annars stigs föll
Að nemandi kunni skil á margliðum, margliðudeilingu.
Efnisatriði
Grunnhugtök algebrunnar, ójöfnur, annars stigs föll.
Mengjahugtök, tölur og talnamengi, talnalínan, tölugildi og könnun falla.
Algebrubrot, línuleg föll, teikning annars stigs falla, margliður, margliðudeiling og þáttun margliða.
Hornaföll í rétthyrndum þríhyrningi.
Námsfyrirkomulag
Námsefnið geta nemendur tileinkað
sér á þeim hraða sem þeir kjósa. Gagnvirkar æfingar eru svo fyrir hvern kafla sem nemendur taka þegar þeir hafa lokið yfirferð kaflans.
Æfingarnar endurspegla
áhersluatriði lokaprófs. Tillögu að nákvæmri vikuáætlun fyrir
önnina er að finna í moodle kennsluumhverfinu.
Kennslugögn
Stærðfræði 2B eftir Gísla Bachmann og Helgu Björnsdóttur. IÐNÚ 2019
Námsmat
Gagnvirkar æfingar 20%
Lokapróf 80 % (lágmarkseinkunn 5,0)
Einkunnir fyrir gagnvirkar æfingar eru einungis
reiknaðar inn í lokaeinkunn ef þær hækka þá einkunn, ella gildir
lokaprófið 100%.