Áfangi

Lyfjafræði sjúkraliða

  • Áfangaheiti: LYFJ2LS05
  • Undanfari: Æskilegir undanfarar: LÍOL2IL05 og SJÚK2GH05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Í þessum áfanga er m.a. gert ráð fyrir að nemandi: kynnist ýmsum grunnhugtökum sem tengjast lyfjafræði; fái þjálfun í að leita upplýsinga í Sérlyfjaskrá og geti notfært sér þær; þekki algengustu lyfjaformin og skammstafanir þeirra; geti útskýrt gerð og kosti langvirkra lyfjaforma; þekki helstu magalyf, hægðalyf, öndunarfæralyf, húðlyf, verkjalyf, geðlyf og hjartalyf, sykursýkislyf, verkun þeirra, auka- og milliverkanir og skammtastærðir.

Efnisatriði

Lyfjaskrár, Sérlyfjaskrá, sérheiti, samheiti, ATC-flokkunarkerfið, skammstafanir, almenn verkun, staðbundin verkun, frásog, frásogsstaðir, dreifing, útskilnaður, aðgengi, "first-pass" áhrif, helmingunartími, lækningalegur stuðull, blóðstyrkskúrfur, lyfjaform, langvirk lyfjaform, forðaplástrar, lyfjaskömmtun, sýrubindandi lyf, sýruhemjandi lyf, bakflæðislyf, uppþembulyf, hægðalyf, lyf gegn niðurgangi, gyllinæðarlyf, væg verkjalyf, sterk verkjalyf, bólgueyðandi lyf, hóstastillandi lyf, slímlosandi lyf, ofnæmislyf, astmalyf, mýkjandi og húðverndandi lyf, kláðastillandi lyf, barksterar, psoriasislyf, sveppalyf, róandi lyf, svefnlyf, þunglyndislyf, geðrofslyf, blóðþrýstingslækkandi lyf, nítröt, þvagræsilyf, insúlín, sykursýkislyf til inntöku.

Námsfyrirkomulag

Moodle, verkefni, æfingapróf o.fl.

Kennslugögn

Lyfjafræði – LYFJ2LS05, höf. Bryndís Þóra Bjarman, 14.útg. 2023.

Námsmat

Lokapróf 80 % Verkefni 20 %