Áfangi

Náttúrulyf

  • Áfangaheiti: NÁTL2NN05
  • Undanfari: NÆRI1NN05/NÆRI2NN05

Markmið

Að nemandi:
• kynnist notagildi náttúruefna
• þekki uppruna virkra lyfjaefna úr plöntum, dýrum og örverum
• kynnist þáttum sem hafa áhrif á ræktun lyfjaplantna
• þekki aðrar framleiðsluaðferðir náttúruefna en ræktun á lyfjaplöntum, svo sem samtengingu, vefjaræktun og erfðatækni
• geri sér grein fyrir mikilvægi gæðaeftirlits í framleiðslu náttúruefna
• geri sér grein fyrir mikilvægi staðlaðrar framleiðslu í notkun náttúrulyfja og -vara
• þekki muninn á hefðbundnum og óhefðbundnum lækningum
• geti veitt faglega ráðgjöf og upplýsingar um náttúrulyf, náttúruvörur, fæðubótarefni, heilsuvörur og skyldar vörur
• geti metið það fræðsluefni sem fylgir með þessum vörum og aflað sér frekari fræðilegra upplýsinga um þessi efni
• geti lagt mat á gæði / gildi náttúruefna og náttúruvara
• þekki muninn á lyfjum og náttúrulyfjum og muninn á náttúrulyfjum og náttúruvörum
• þekki skyldleika sumra lyfja og náttúruefna
• geri sér grein fyrir ýmsu sem ber að varast við notkun náttúrulyfja og náttúruvara, s.s. aukaverkanir og milliverkanir við lyf og fæðu
• kannist við þær íslensku lækningajurtir sem taldar eru hafa lækningamátt
• þekki helstu droga í Evrópsku lyfjaskránni, latnesk heiti og geti lýst þeim o.fl.

Efnisatriði

Náttúruefni/náttúruafurð, annars stigs efni, náttúrulyf, náttúruvörur, fæðubótarefni, heilsuvörur, drogar, virk lyfjaefni, hjálparefni í lyfjagerð, hráefni fyrir hálf-samtengd lyf, ræktun lyfjaplantna, gæðaeftirlit, samtenging, vefjaræktun, erfðatækni, hefðbundnar og óhefðbundnar lækningar, íslenskar lækningajurtir, drogar í Evrópsku lyfjaskránni, plöntuhlutar, afurðir unnar úr plöntum, afurðir unnar úr dýrum, notagildi droga.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna, ritgerð.

Kennslugögn

Ýmsar greinar og ljósrit.
Skráð náttúrulyf á www.lyfjastofnun.is

Námsmat

Verkefni, munnlegt próf í drogum og lokapróf.