Áfangi

NFH 203

  • Áfangaheiti: FÆBÓ2FH05
  • Undanfari: NÆRI1NN05/NÆRI2NN05

Markmið

Að nemandi:
• þekki helstu fæðubótarefni og heilsuvörur sem eru á markaði
• þekki verkun þeirra, hugsanlega verkun, meinta verkun, aukaverkanir og skaðlegar verkanir
• geti gefið viðskiptavini faglegar upplýsingar um þessi efni
• geti metið það fræðsluefni sem fylgir með þessum vörum
• geti aflað sér frekar fræðilegra upplýsinga um þessi efni
• geti lagt mat á gæði / gildi þessara vara.
• þekki til smáskammtalækninga
• átti sig á að fæða getur haft virk áhrif.

Efnisatriði

Fæðubótarefni, óhefðbundin notkun vítamína og steinefna, sindurvarar, blómadropar, megrunarsamsetningar, hjálparefni íþróttamanna, orkudrykkir, hressingarlyf, yngingarlyf, markfæði, matur sem lyf, milliverkanir við hefðbundin lyf, upplýsingabæklingar, auglýsingaskrum, töfralausnir.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna o.fl.

Kennslugögn

Námsgögn afhent af kennara.

Námsmat

Próf og verkefni.