Áfangi

TUPP2AT04

  • Áfangaheiti: TUPP2AT04
  • Undanfari: LLÖ 103, UTN 103

Markmið

Að nemandi:
• geti skráð lyfseðla í tölvukerfi apóteka (skráð og óskráð lyf)
• þekki reglugerð um gerð lyfseðla og ávísun lyfja og temji sér nákvæmni í skráningu
• öðlist færni í meðferð gagna (lyfseðla) í tölvukerfum apótekanna
• geti reiknað út sjúklingahluta m.v. réttindi sjúklings
• þekki reglugerð um greiðsluþátttöku almannatrygginga í lyfjakostnaði
• kunni útfyllingu eyðublaða vegna einnota hjálpartækja
• þekki reglur um réttindi sjúklinga s.s. útgáfu lyfjaskírteina og skírteina vegna örorku og umönnunarmats barna og hjálpartækja
• þekki reglur sem gilda um afgreiðslu lyfja til þeirra sem ekki eru með lögheimili á Íslandi, EES-vottorð, réttindi lífeyrisþega frá Norðurlöndum og námsmanna erlendis
• kynnist rafrænum sendingum vegna lyfseðla frá apóteki til TR, hvað í þeim felst og hvernig lesið er úr svörum frá TR
• kunni ferli vegna lyfjaskömmtunar til sjúklinga
• tileinki sér gagnrýna upplýsingaleit á netinu
• geti notað algengustu vefsíður og handbækur á netinu svo sem Sérlyfjaskrá, heimasíðu Tryggingastofnunar, Lyfjastofnunar og Landlæknis.

Efnisatriði

Tölvukerfi apóteka, skráning lyfseðla í tölvukerfi, úrlestur, verðlagning lyfja, rafrænar sendingar lyfseðla, útfylling eyðublaða. Réttindamál sjúklinga; lyfjaskírteini, sjúkra-tryggingar, örorkumat, umönnunarmat, EES-vottorð. Lyfjaskömmtun, upplýsingaöflun á netinu. Heimasíður TR, Lyfjastofnunar, landlæknisembættis o.fl. Micromedex.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, verkefnavinna, tölvuverkefni o.fl.
Auk þess staðbundnar lotur sem nemendur verða að sækja..

Kennslugögn

Námsgögn afhent af kennara.

Námsmat

Verkefni í tölvum og verðlagning lyfseðla. Útfylling eyðublaða. Gagnasöfnun, hlutapróf og lokapróf.