Áfangi

LOL 103

Markmið

Eftir að hafa stundað nám í áfanganum á nemandinn að hafa víðtækt yfirlit yfir byggingu og starfsemi mannslíkamns. Hann á að þekkja helstu hugtök líffærafræðinnar, starfsemi frumna, vefjagerðir, helstu líffæri og líffærakerfi. Megináhersla er lögð á byggingu og starfsemi þekjukerfis, beinakerfis, vöðvakerfis, taugakerfis og innkirtlakerfis.

Efnisatriði

Skipulag mannslíkamans, helstu hugtök líffærafræðinnar, frumaur, frumulíffæri, frumuhimna og flutning efna yfir himnur, vefir, þekjukerfi, beinakerfi, liðir, nöfn og starfsemi vöðva, taugastarfsemi, taugakerfi, skynjun, innkirtlar.

Námsfyrirkomulag

Kennari setur fyrir efni vikulega.  Verkefni og próf liggja á netinu, en ekki er ætlast til að nemendur skili verkefnum.  Æskilegt er að nemendur séu virkir á umræðuvef áfangans.

Kennslugögn

1. Essentials of Anatomy and Physiology eftir Tortora og Derrickson 9. útgáfa. Fæst í Bóksölu stúdenta. Þetta er sama bókin og heitir í eldri útgáfum Introduction to the Human Body og er eftir sömu höfunda. Þær útgáfur má líka nota.  Þeir sem ekki treysta sér að lesa enska bók geta stuðst við 1. hefti af Líffæra- og lífeðlisfræði eftir Solomon og Philips. Regína Stefnisdóttir þýddi.
2. Human Anatomy Colouring Book eftir M. Marr og J. Ziemian. Fæst í Bóksölu stúdenta og fleiri bókaverslunum
3. Trélitasett (12-15 litir)

Námsmat

Krossapróf á önn 40%. Lokapróf 60%.