Áfangi

Grunnáfangi

  • Áfangaheiti: ÍSLE1GR05
  • Undanfari: Íslenskueinkunn C á grunnskólaprófi
  • Efnisgjald: 0

Markmið

hafa aukið lestrarhraða sinn og bætt lesskilning með lestri bókmennta þekkja nokkur hugtök bókmenntafræðinnar hafa öðlast talsverða leikni í ritun og ritgerðasmíð og kunna að byggja upp bókmenntaritgerð með hugtökum bókmenntafræðinnar kunna helstu setningarhluta og skil á aðal- og aukasetningum geta notað setningafræði lítillega við stíllýsingu, einkum varðandi orðaröð kunna málfræði sér til gagns við stafsetningu og skrifa rétt kunna greinarmerkjasetningu•

Námsfyrirkomulag

Verkefnaskil og próf: Skilaverkefni: Nemendur eiga að vinna þau verkefni sem skila á skv. Kennsluáætlun og skila til kennara samkvæmt fyrirmælum. Ljúka skal verkefnum með þeim hætti sem tilgreint er í kennsluáætlun. Nemendur sem greindir hafa verið með lestrar- og skriftarörðugleika (dyslexiu) og aðrir nemendur með skynjunarörðugleika eiga rétt á: lengri próftíma að fá próf lesin inn á hljóðsnældur að fá próf lesin fyrir sig að fá próf með stærra letri. Aðstoð gæti einnig verið með öðrum hætti og færi þá eftir þörfum og óskum hvers og eins.

Kennslugögn

Kennslubækur: Íslenska eitt (Edda útgáfa).
Efni frá kennara sem verður aðgengilegt á vef.
Kjörbók: (Ákveðin í byrjun áfanga).

Námsmat

Lokapróf 40%
Verkefni á önn 60%