Áfangi

Þjóðhagfræði 1

  • Áfangaheiti: HAGF2AÞ05
  • Undanfari: STÆR1GR05 eða stærðfræðieinkunn A eða B á grunnskólaprófi.
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Nemandi - þekki grundvöll hagfræðinnar sem fræðigreinar, meginviðfangsefni og grundvallarspurningar
- þekki helstu einkenni markaðshagkerfis, blandaðs hagkerfis og miðstýrðs áætlanahagkerfis - þekki grunneiningar hagkerfisins og meginhlutverk þeirra
- þekki til lögmálsins um minnkandi afrakstur í framleiðslu og geti útskýrt áhrif þess á kostnaðarmyndun í framleiðslu
- þekki lögmál markaðarins og geti útskýrt meginþætti verðmyndunar á markaði
- geti reiknað út markaðsjafnvægi og verðteygni út frá gefnum stærðfræðilegum forsendum um eftirspurn og framboð
- þekki til helstu aðila og launamyndunar á vinnumarkaði
- þekki hringrás opins, blandaðs hagkerfis
- þekki til ráðstöfunaruppgjörs þjóðhagstærða
- geti skýrt þann mun sem er á vergum og hreinum hagstærðum, þjóðarframleiðslu og landsframleiðslu, markaðsverði og þáttaverði
- geti reiknað út þjóðhagstærðir á föstu verðlagi og hlutfallslegar breytingar á milli ára - þekki helstu tekjuhugtök og aðferðir við að skoða tekjuskiptingu
- þekki til helstu umsvifa hins opinbera í efnahagslífinu og aðferða til fjármögnunar þeirra
- þekki til helstu aðila á peningamarkaði, þekki hlutverk seðlabanka og geti útskýrt hvaða þættir ákvarða peningaframboð, peningaeftirspurn og þar með vaxtastigið
- þekki til helstu ákvörðunarþátta utanríkisviðskipta, svo sem kenninga um hlutfallslega yfirburði og algjöra yfirburði
- þekki til greiðslujafnaðar og samsetningar hans með sérstakri áherslu á viðskiptajöfnuð
- þekki til mælikvarða á erlenda skuldasöfnun og greiðslubyrðar af erlendum lánum
- þekki helstu áhrifaþætti nafngengis gjaldmiðla og tilhögun við skráningu á gengi íslensku krónunnar
- geti reiknað hagvöxt, þekki helstu ákvörðunarþætti og vanda við mat á honum, meðal annars vegna umhverfismála
- þekki til helstu vandamála í efnahagslífinu, svo sem verðbólgu, atvinnuleysis og erlendrar skuldasöfnunar
- öðlist skilning á efnahagslegu samhengi í þjóðfélaginu
- geti tekið þátt í daglegri efnahagsumræðu út frá faglegu sjónarmiði
- þjálfist í að beita upplýsingatækni við öflun upplýsinga og lausn verkefna
- geti hagnýtt sér Netið til öflunar hagfræðilegra upplýsinga

Efnisatriði

Skortur, val, fórnarkostnaður, framleiðsla, framleiðsluþættir, eftirspurn, framboð, markaðsjafnvægi, teygni, heimili, fyrirtæki, hið opinbera, vinnumarkaður, markaðshagkerfi, blandað hagkerfi, miðstýrt áætlanahagkerfi, efnahagshringrás, þjóðhagsreikningar, þjóðartekjur, þjóðhagslegur sparnaður, fjármunamyndun, einkaneysla, samneysla, skattar og fjármál hins opinbera, peningamarkaður, vextir, utanríkisviðskipti, gengi, hagvöxtur, verðbólga, atvinnuleysi.

Kennslugögn

Þjóðhagfræði eftir Þórunni Klemenzdóttur.  Útg.2008.

Námsmat

Lokapróf 60%
Verkefni á önn 40%