Áfangi

LÆR 106

  • Áfangaheiti: LÆKN2LY09
  • Undanfari: Stúdentspróf eða sambærileg menntun og reynsla.

Markmið

Að loknu námi í áfanganum eiga nemendur að hafa náð tökum á undirstöðu atriðum í skrifum sjúkraskráa.

Efnisatriði

Í áfanganum er fjallað um störf læknaritara á heilbrigðisstofnunum. Nemendum er kennt að leita upplýsinga á netinu, finna orðalista, lyfjaskrár og fleira. Nemendur læra á forritið Saga 3.1 og er kennt að vélrita sjúkraskrár, aðgerðarlýsingar, dagnótur og læknabréf í forritinu eftir upplestri af segulbandi.

Námsfyrirkomulag

Verkefnaskil eru í gegnum tölvupóst í kennslukerfinu Moodle. Kennari sendir leiðrétt verkefni til baka innan þriggja sólarhringa. Glósulistar fylgja verkefnum. Skyndipróf eru tekin í gegnum Blackboard en lokapróf er tekið í heimahéraði eða FÁ.

Kennslugögn

Góð tölva og aðgangur að Media Player.
Glósulistar með latneskum læknisfræðiheitum.

Námsmat

Skyndipróf og verkefni yfir önnina gilda 40% og skriflegt próf í lok annar gildir 60%.