Áfangi

Saga 20. - 21. aldar

  • Áfangaheiti: SAGA3MA05
  • Undanfari: SAGA2NS05

Markmið

Samtímasaga: Stuttlega er fjallað um stjórnmálastefnurnar sem lituðu 20. öldina; kommúnisma og fasisma, sjálfstæði nýlendanna í Asíu og Afríku, og fjallað um populisma og falsfréttir sem hafa verið áberandi á síðustu árum. Einnig verður fjallað um kynjabaráttu, MeeToo byltinguna, umhverfismálin skoðuð og einkum loftslagsmálin. Fjallað verður um flóttamenn, bætt lífskjör og þróun velferðarsamfélagsins. Ekki má síðan gleyma 11. september og átökum í Mið-Austurlöndum sem hafa sett sitt mark á síðustu tvo áratugi.

Efnisatriði

Helförin, síonismi og átökin um Palestínu; Indland og Kína; kalda stríðið.

Kennslugögn

Námsefni er samantekið af kennara og er allt á rafrænu formi.