Fjarnámsáætlun

Engir tveir nemendur eru eins og hafa því ólíkar þarfir. Þess vegna stefnir FÁ að því að auka námsframboð í fjarnámi, efla þjónustu við fjarnámsnemendur, m.a. með ráðgjöf um námsval, ítarlegum kynningum á námsumsjónarkerfinu og með fjölbreyttri framsetningu efnis.

Stefnt er að því að kanna viðhorf nemenda til námsframboðs, kennslu og þjónustu í kennslumati í lok hverrar annar.

Nemendur skulu hafa greiðan aðgang að bókasafni og annarri þjónustu skólans og eiga kost á að hitta kennara sína, óski þeir þess.

Gera skal úttekt á fjarkennslunni og bregðast við í samræmi við niðurstöður hennar.

Smelltu á krækjuna til að sjá fjarnámsstefnu skólans.


Síðast uppfært (20.3.2013)