Verklagsreglur

Verklagsreglur fjarnámskennara

  1. Kennari á að setja fram nákvæma kennsluáætlun sem inniheldur m.a. markmið áfangans og áætlaða yfirferð.  Það er í höndum hvers kennara hversu nákvæm áætluð yfirferð er.  Einnig skulu vera í kennsluáætlun útskýringar á  vinnulagi/námstækni.
  2. Kennari á að hafa samband við nemendahópinn reglulega.
  3. Kennara ber að setja námsefni fram á aðgengilegan hátt og leitast við að útskýra það fyrir nemendum á eins skýran hátt og honum er unnt.  Einnig skal hann vísa nemendum á hvar ítarefni er að finna.
  4. Kennari á að meta frammistöðu nemenda fyrir skilaverkefni með einkunnum og/eða skriflegum umsögnum sem fela í sér leiðréttingar, leiðbeiningar og útskýringar. Auk þess skal kennari hvetja og hrósa þegar það á við.
  5. Kennari á að svara fyrirspurnum nemenda innan tveggja virkra sólarhringa. Kennari skal hafa lengri tíma ef um yfirferð á verkefnum/ritgerðum er að ræða.  Ef kennari metur ekki verkefni strax, skal hann gera nemendum ljóst hvenær þeir eiga von á námsmati.

Verklagsreglur fjarnámsnemenda: 

  1. Nemanda ber að lesa kennslu- /námsáætlun ítarlega í upphafi.
  2. Nemanda ber að fara inn í kennsluumhverfi á netinu eins oft og kennarinn leggur til og helst ekki sjaldnar en vikulega.
  3. Nemandi á að virða þær reglur sem kennari setur varðandi verkefnaskil.
  4. Nemandi á að láta kennara vita ef hann getur ekki skilað verkefni á tilsettum skiladegi og biðja þá um frest.
  5. Nemandi á að láta kennara vita ef hann ætlar að hætta námi í áfanganum.
  6. Nemandi þarf að tilkynna til skrifstofu fjarnáms ef hann þarf að taka lokapróf utan FÁ, ef hann er með árekstur í próftöflu eða þarf að taka sjúkrapróf.

(Síðast uppfært 21.3.2023)