Algengar spurningar um Fjarnám

Eru lokaprófin á rafrænu formi?

Nei, lokaprófin eru ekki á rafrænu formi. Öll lokapróf eru tekin í húsnæði FÁ (eða í heimabyggð, sjá nánari upplýsingar hér) skv. próftöflu. Þau próf sem eru tekin á önninni eru rafræn í námsumhverfi Moodle.

Get ég fengið leyfi til að taka lokapróf á öðrum degi en á lokaprófs- eða sjúkraprófsdegi?

Því miður er ekki hægt að færa til lokapróf nema yfir á áreksturs-/sjúkraprófsdag skv. próftöflu.

Hversu mikil vinna liggur í 5 eininga áfanga?

5 eininga áfangi er skilgreindur sem 90 - 120 klukkustunda vinna sem þýða 8-10 klst. á viku í 12 vikur. Haust og vorönn ná yfir 12 vikur en sumarönnin nær yfir 8 vikur. Það þýðir að yfir sumarið þarftu að vinna í 13-15 klst. á viku ef þú ert skráður í einn 5 eininga áfanga.

Get ég fengið mat á fyrra námi?

Fjarnámsnemandi sem stefnir á að stunda nám á stúdentsbrautum eða heilbrigðisbrautum skólans getur lagt inn beiðni um mat á fyrra námi/mat á námi úr öðrum skólum, sjá hér. Mat á námsferli kostar kr. 10.000.-

Get ég fengið ráðgjöf um val á fjarnámsáföngum?

Fjarnámsnemandi getur óskað eftir ráðgjöf um val á áföngum í fjarnámi FÁ, sjá hér. Ráðgjöfin miðast eingöngu við nám á brautum FÁ.

Ég er í námi í öðrum skóla en mig langar að flýta fyrir og taka áfanga í fjarnámi FÁ samhliða. Get ég fengið ráð varðandi val á áfanga?

Ef þú stundar nám í öðrum skóla og ætlar að taka áfanga í fjarnámi FÁ samhliða þarftu að fá staðfestingu frá þínum skóla um að þeir meti þann fjarnámsáfanga sem þú velur inn á braut skólans. Hér getur þú séð áfangar í boði í fjarnámi FÁ.

Ef ég næ ekki lokaprófi næ ég samt áfanganum?

Nei, reglur fjarnáms FÁ eru með þeim hætti að nemandi þarf að ná að lágmarki 4,5 í lokaprófi til að ná áfanganum. Ef lágmarkseinkunn næst ekki í lokaprófi verður lokaprófseinkunnin lokaeinkunn nemandans.

Hvar finn ég bókalista áfanga?

Bókalista má nálgast á heimasíðunni t.d. með því að skoða "áfangar í boði", sjá hér . Vertu í sambandi við kennara þinn ef þú ert óviss um að þú sért með öll námsgögn áfangans.

Hvar finn ég áfanga, áfangalýsingar og kennsluáætlanir?

Til að nálgast áfangalýsingar skaltu skoða "Áfangar í boði" á heimasíðu skólans, sjá hér. Þú finnur kennsluáætlun áfanga inn í Moodle þegar þú ert kominn inn í kerfið. Kennsluáætlun áfanga getur tekið breytingum á milli anna.

Hvar finn ég upplýsingar um undanfara áfanga?

Finna má upplýsingar um undanfara áfanga á heimasíðu fjarnámsins, sjá hér.

Hvar sæki ég um í fjarnám FÁ?

Þú skráir þig í fjarnám í gegnum heimasíðu skólans, sjá hér.

Hvað get ég skráð mig í marga áfanga?

Hægt er að velja fjóra áfanga en fleiri krefjast samþykkis fjarnámsstjóra. Fyrst þarftu að skrá þig inn í fjarnámið og senda síðan tölvupóst til fjarnámsstjóra og þá er hægt að setja inn heimild til að bæta við áföngum/einingum

Hvaða vafra á ég að nota í fjarnámi FÁ?

Notaðu nýlega vafra þegar þú notar Moodle, t.d. Chrome, Edge, Firefox. Forðastu að nota eldri vafra eins og t.d. Internet Explorer

Af hverju kemst ég ekki alltaf inn í Moodle?

Hér eru einfaldar leiðbeininingar til að komast inn í Moodle. Það er mikilvægt að fara nákvæmlega eftir leiðbeiningunum sem sendar eru með aðgangsorðinu við upphaf annarinnar. Ef leiðbeiningarnar virka ekki þarftu að hafa samband við þjónustuver skólans, sjá hér

Hvar fæ ég upplýsingar um aðgangsorð að Moodle ef ég glata því?

Aðgangsorð er sent á netfang sem nemandi skráir í umsóknin sína í fjarnámið. Þeir sem hafa greitt þann dag sem önnin hefst fá póst samdægurs. Mikilvægt er að geyma bréfið með aðgangsorðinu en ef þú týnir aðgangsorðinu hefur þú samband við þjónustuver skólans, sjá hér. Athugið! Notendanafnið er Microsoft Account (aðgangur) og samanstendur af: fa+ fyrstu átta stafir kennitölunnar og hefur alltaf endinguna @fa.is (dæmi: fa01013077@fa.is).

Get ég fengið aðgang að Microsoft Office 365/Office 2019 þegar ég er í fjarnámi FÁ?

Já, með Microsoft Account aðgangi geta nemendur sótt Office pakkann (word, excel, o.fl.) og sett upp í eigin tölvu. Leiðbeiningar um uppsetningu á Office er að finna hér

Hvernig er hægt að fækka tölvupóstum frá Moodle?

Þegar umræður eru virkar í áfanga getur fjöldi tölvupósta sem hver og einn fær orðið yfirþyrmandi. Hægt er að fækka tölvupóstum og fá aðeins einn tölvupóst á dag með því að breyta stillingum fyrir tölvupóst. Til að gera þetta þarf að:

Stillingar - Notendaaðgangur > Forum preferences. Þar sem stendur Hvers konar samantekt þarf að velja eitt af þessu: Enginn úrdráttur (tölvupóstur sendur með hverju innleggi). Full (einn tölvupóstur sendur daglega með öllum innleggjum) eða Viðfangsefni (einn tölvupóstur á dag, einungis með viðfangsefnum).

Hver fær að sjá netfangið mitt?

Það er hægt að stýra því. Á notandareikningnum er hægt að velja, þar sem stendur: Birting tölvupóstfangs, hverjir mega sjá tölvupóstfang þitt. Um þrjár stillingar er að ræða:

  1. Ekki birta tölvupóstfangið mitt.
  2. Leyfa öllum að sjá tölvupóstfangið mitt.
  3. Leyfa aðeins öðrum nemendum námskeiðsins að sjá tölvupóstfang mitt.

Er hægt að setja mynd af notanda?

Á notandareikningnum getur þú m.a. sett inn mynd af þér. Smellt er á Veldu skrá > Sækja skrá > Browse myndin fundin og smellt á senda skrá.

Er hægt að stilla Moodle á önnur tungumál?

Já, þú þarft að fara í "sjálfgefið tungumál" (undir Almennt). Hér getur þú valið á hvaða tungumáli Moodle birtist þér. Próf, verkefni og annað sem kennari setur á námskeið birtast þó að sjálfsögðu alltaf eins og kennarinn stofnaði þau. Hafi kennari skilyrt tungumál í stillingum námskeiðs birtist námskeiðið öllum notendum á því tungumáli sem kennari valdi.

Hvernig get ég haft samband við kennarann?

Þú hefur samband við kennarann í Moodle með því að fara í skilaboð, sjá kallmerkið Þú getur einnig haft samband við kennara á opnu svæði í áfanganum sem gjarnan er táknað með tveimur kallmerkjum en þá þarftu að hafa í huga að allir þátttakendur sjá póstinn.

Get ég tekið lokapróf fyrir utan FÁ ef ég bý ekki á höfuðborgarsvæðinu eða erlendis?

Já, það á að vera hægt t.d. í nærliggjandi framhaldsskóla eða mennta/fræðslusetrum um landið. Ef þú dvelur erlendis þá er hægt að leita til sendiráða, ræðismannaskrifstofa eða til viðurkenndra menntastofnana. Sjá nánar hér . Nemendur þurfa að vera meðvitaðir um að ef þeir taka ekki prófin í FÁ þurfa þeir að greiða þjónustu/yfirsetugjald á próftökustað. Gjaldið er mismunandi eftir prófastöðum.

Getur fólk á öllum aldri verið í fjarnámi?

Já. Yngsti nemandinn sem stundað hefur fjarnám er 12 ára og sá elsti 79 ára.

Er öruggt að áfanginn sem ég sæki um verið kenndur?

Nei, ef skráning í áfanga er lítil fellur hann niður. Þegar það gerist er nemendum boðið að skrá sig í annan áfanga eða fá endurgreitt.

Kemur fyrir að áfangar yfirfyllast, kemst ég þá kannski ekki að?

Ef áfangi er kenndur þá kemstu örugglega að.

Ef ég skipti um skoðun, eða vil breyta einhverju sem ég er búin að skrá mig í, við hvern á ég þá að tala?

Sendu tölvupóst á fjarnámið, sjá hér. Athugið að ef nemandi hefur greitt skráningargjald og önn er hafin er hvorki hægt að endurgreiða námsgjaldið né að færa áfanga á yfir á næstu önn. Nemandi getur þó nýtt gjaldið og skráð sig í annan áfanga á önninni sé ekki of langt liðið á önnina.