Áfangi

Uppeldi og menntun

  • Áfangaheiti: SÁLF2UM05
  • Undanfari: Æskilegt að nemendur hafi tekið 5 feiningar í sálfræði á 2. þrepi

Markmið

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
• sögu, viðfangsefnum og hagnýtingu uppeldis- og menntunarfræða
• gildi uppeldis og menntunar fyrir einstakling og samfélag
• mismunandi sjónarhornum uppeldisfræðinga á markmið uppeldis og áherslur í uppeldisstofnunum samtímans
• kenningum fræðimanna um þroskaferil barna og áhrifaþáttum í þróun sjálfsmyndar þeirra
• samskiptaleiðum foreldra og barna og mikilvægi uppbyggilegra samskipta

Efnisatriði

Saga uppeldisfræðinnar, þroski, menntun, leikskóli, leikskólastarf, leikir barna og samskipti foreldra og barna.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, tímaverkefni, rannsóknar-og heimildaverkefni.

Kennslugögn

Uppeldi Kennslubók fyrir framhaldsskóla eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur og Margréti Jónsdóttur,Mál og menning,2005.
Ljósrit hjá kennara.

Námsmat

Kaflapróf (þrjú) 45%
Tímaverkefni 13%
Leikskólaverkefni 10%
Heimildaritgerð 15%
Kynning 7%