Áfangi

UPP 103

  • Áfangaheiti: SÁLF2UM05
  • Undanfari: Æskilegt að nemendur hafi tekið 5 feiningar í sálfræði á 2. þrepi

Markmið

Kynna uppeldisfræðina sem fræðigrein, rætur hennar, sögu og hagnýtingu. Efla skilning nemenda á mikilvægi uppeldis og gera þá hæfari að takast á við uppeldis- og foreldrahlutverk. Nemendur skulu að loknu námi í áfanganum hafa öðlast aukinn skilning á mikilvægi uppeldis fyrir einstakling og samfélag og hafa fengið þjálfun í skipulagningu hópverkefna, öflun heimilda og úrvinnslu svo og flutningi verkefna.

Efnisatriði

Kynning á fræðigreininni uppeldis- og menntunarfræði. Hugtakið uppeldi er tekið til umræðu svo og gildi þess fyrir einstakling og samfélag. Lauslega er farið í þróun uppeldis og menntunar í Evrópu síðustu aldir. Hugmyndafræði og uppeldisaðferðir nokkurra þekktra uppeldisfræðinga eru skoðaðar.  Ræddar eru sérstaklega þær aðferðir í uppeldi sem þykja æskilegar í nútímasamfélagi. Uppeldissvið til umfjöllunar eru a) samskipti (með áherslu á ég-boð, virka hlustun og samræður við lausn árekstra), b) leikir og c) listsköpun barna. Nemendur vinna umfangsmikið rannsóknarverkefni er varðar uppeldisaðstæður íslenskar barna. Áhersla er á þjálfun við skipulagningu, heimildaleit, úrvinnslu og kynningu (munnlega og skriflega).

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Uppeldi Kennslubók fyrir framhaldsskóla eftir Guðrúnu Friðgeirsdóttur og Margréti Jónsdóttur,Mál og menning,2005.
Ljósrit hjá kennara.

Námsmat

 Námsmat getur verið breytilegt milli anna. Haustönn 2014: 2 hlutapróf gilda 10% hvort, 2 heimaverkefni gilda 10% hvort, viðvera gildir 10% og stórt þemaverkefni gildir 50% af lokaeinkunn.