Áfangi

TÖL 103

Markmið

Nemendur læri undirstöðuatriði í forritun í forritunarmálinu Java.

Efnisatriði

Í áfanganum læra nemendur á umhverfi sem nota má til að vinna í við javaforritun – þýða og keyra forrit. Þeir fá undirstöðuþjálfun í forritun í forritunarmálinu JAVA og nota viðurkennd vinnubrögð við forritun. Áhersla er lögð á að nemendur nái valdi á málfræðireglum og grunnorðaforða málsins og geti búið til einföld forrit.
Nemandi geti búið til Applet, klasa, breytur, skipulagt tög, forritað með skilyrðum, endurtekningum, slaufum, noti hluti, aðferðir, afburði, fylki og geti stjórnað útliti forrits.

Námsfyrirkomulag

Í kennslustundum vinna nemendur verklegar æfingar.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Skila verður 5 verkefnum á önninni sem gilda 4% hvert, alls 20%
Eitt skyndipróf sem gildir 10%.
Próf í lok haustannar gildir 70%.

Til að öðlast próftökurétt þarf nemandinn að skila öllum skilaverkefnunum.
Í lok annar þarf þó nemandinn að standast a.m.k. 45% af lokaprófi.

Nemendum ber að mæta í alla verklega tíma.