Áfangi

HOS 103

Markmið

Að nemandi:
geti á faglegan hátt gert grein fyrir notagildi margvíslegra hjúkrunar- og sjúkragagna bæði með tilliti til meðferðar og forvarna.
geti gert grein fyrir grundvallaratriðum í sáragræðslu og þekki algengustu umbúðir
geti leiðbeint viðskiptavinum við val á umbúðum vegna mismunandi sára eða áverka
geti lýst mismunandi eiginleikum sáraplástra og heftiplástra
geti gert grein fyrir mismunandi gerðum og notagildi stuðnings-og þrýstiumbúða
geti lýst gerð mismunandi blóðþrýstingsmæla og leiðbeint um notkun þeirra
geti lýst tilgangi og notkun barkastoma og leiðbeint um þrif á þeim
þekki mismunandi næringarduft og -drykki og geti leiðbeint um val á þeim
geti sýnt fram á þekkingu á algengum þvagfæravandamálum
geti gert grein fyrir mismunandi tegundum og tilgangi þvagleggja
hafi þekkingu á algengum getnaðarvörnum

Efnisatriði

Sár, sárameðferð, sáraumbúðir, grisjur, bakstrar, rakasæknar kökur, filmur, svampkennd efni, gel, skolvökvar, vetnisperoxíð, ensím, vatnsækin efni og púður, plástrar, þrýsti-umbúðir, teygjubindi, stuðningssokkar, sjúkrasokkar, íþróttavörur, kæli- og hitabakstrar, hitakrem, hitaplástrar, munnmælar, eyrnamælar, endaþarmsmælar, hitastrimlar, blóðþrýstingsmælar, astmamælar, sogleggir, næringardrykkir, næringasondur, þvagleggir, þvagpokar, bleiur, stómavörur, smokkar, hettur, sæðisdrepandi krem, lykkjur o.fl.

Námsfyrirkomulag

Farið er í vettvangsheimsóknir, sýnd myndbönd og nemendur vinna einstaklings- eða hópverkefni og kynna það í tíma.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara.

Námsmat

Lokapróf og verkefni þar sem nemendur gera grein fyrir ákveðinni vöru, sem þeir kynna fyrir öðrum nemendum í áfanganum. Skýrslugjafir vegna vettvangsferða.