Áfangi

HOS 202

Markmið

Að nemandi:

  • geti á faglegan hátt gert grein fyrir hvernig munnholið er uppbygg
  • geti útskýrt orsök fyrir tannskemmdum og afleiðingu þeirra
  • verði fær um að útskýra orsök og afleiðingu tannholdssjúkdóma
  • öðlist vitneskju um gervitennur og þau vandamál sem geta fylgt notkun þeirra
  • geti leiðbeint einstaklingum um val á tannheilsuvörum og þekki innihald ýmissa efna sem notuð eru í munnholi
  • verði fær um að skilja orsök og afleiðingu munnþurrks og geti leiðbeint á faglegan hátt um notkun hjálparefna gegn munnþurrki
  • geti gefið upplýsingar um hjálpartæki til munnhirðu
  • verði fær um að leiðbeina foreldrum um tannhirðu barna
  • geti leiðbeint fötluðum við tannhirðu
  • þekki sérhæfða skyndihjálp barna
  • geti leiðbeint foreldrum eða forráðamönnum um forvarnir í sambandi við öryggi barna
  • þekki og geti útskýrt notkun á öryggisvörum fyrir börn.

Efnisatriði

Tennur og umlykjandi vefir, tannsýkla, tannáta, tannholdsbólga, gervitennur, fyrirbyggjandi aðferðir, mataræði, sýrustig drykkja, tannhirða, munnvatn, munnvatnsskortur, flúor, tannkrem, munnskol, tannþræðir, tannstönglar, tannburstar, rafmagnstannburstar, munnskol, tyggjó, litatöflur, snuð, túttur á pela, ýmis hjálpartæki til tannhirðu, öryggisbúnaður fyrir börn svo sem: læstir lyfjaskápar, kokhólkar, öryggislæsingar á skúffur og skápa, læsingar fyrir innstungur, eldavélahlífar og fleira.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, sýnikennsla, myndbönd, gestafyrirlesarar, verkefnavinna.

Kennslugögn

Gögn af Moodle frá kennara, ásamt ýmsum ljósritum og heimasíðum.

Námsmat

Lotupróf, ritgerð, kynning á ritgerðarefni og lokapróf.