Áfangi

HOS 302

Markmið

Að nemandi:
kannist við uppbyggingu þvagstrimla og reglur varðandi töku þvagprufa
kannist við hugtökin sýrustig, blóðsúr, basaeitrun, ketóneitrun og sýru-basa jafnvægi líkamans
þekki gerðir þvagstrimla sem seldar eru í lyfjabúðum og geti leiðbeint í sambandi við val á þeim
þekki gerðir blóðstrimla og geti leiðbeint um notkun á blóðsykursmælum
þekki þau próf sem seld eru og þær mælingar sem gerðar eru í lyfjabúðum
geti leiðbeint sjúklingum í sambandi við val á sprautum og nálum
geti leiðbeint sjúklingum í sambandi við notkun á insúlínpennum og þekki tegundir nála sem notaðar eru í þá
geti fyllt út eyðublöð í sambandi við greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands á ýmsum vörum og hjálpartækjum
þekki skipskistureglugerðina.

Efnisatriði

Þvagstrimlar, litvísar (indikatorar), sýrustig (pH), blóðsúr (acidosis), basaeitrun (alkalosis), ketóneitrun (ketosis), DKA (diabetic ketoacidosis), sýru-basa jafnvægi, blóðsykursmælar, blóðstrimlar, nálar, insúlínpennar, þungunarpróf, fíkniefnapróf, blóðþrýstingsmæling, kólesterólmæling, kolmónoxíðmæling, beinþéttnimæling, útfylling eyðublaða frá SÍ, skipskistureglugerð.

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, sýnikennsla, gestafyrirlesarar, myndbönd, verkefnavinna.

Kennslugögn

Afhent af kennara

Námsmat

Verkefni, hlutapróf og lokapróf. Tekið er sérstakt lokapróf í skipskistum.