Áfangi

ÍSL 403

  • Áfangaheiti: ÍSLE2BS05
  • Undanfari: 5 feiningar í íslensku á 2. þrepi

Markmið

Bókmenntir og tungumál frá siðaskiptum til 1900
Undanfari: Ísl 303 Bókmenntir og tungumál frá landnámi til siðaskipta

Í áfanganum er lögð áhersla á tengsl máls, bókmennta og þjóðfélags frá siðaskiptum fram yfir aldamótin 1900. Skoðaðar eru bókmenntir á tímum lúthersks réttrúnaðar, upplýsingar, rómantíkur og raunsæis og vakin athygli á hvernig þær spegla þjóðfélagsaðstæður og menningarlíf. Nemendur lesa valda texta og lögð er áhersla á höfunda sem setja svip sinn á bókmenntirnar. Nemendur kynnast hugmyndum manna um íslenska tungu og viðleitni til málhreinsunar.

Við lok áfangans skulu nemendur:

geta gert grein fyrir helstu einkennum bókmennta á tímabilinu 1550 – 1900
geta gert grein fyrir helstu höfundum og verkum tímabilsins
hafa lesið texta frá tímabilinu og fjallað um þá
geta lesið texta frá tímabilinu af skilningi

Sett verður upp vinnuáætlun á heimasíðu áfangans þar sem nemendur geta lesa bókmenntasöguna jafnhliða því að lesa bókmenntatexta í Rótum. Nemendur munu geta nálgast verkefni á heimasíðu áfangans og jafnframt prófað kunnáttu sína með gagnvirkum prófum. Nemendum er nokkuð frjálst hvenær þeir skila verkefnum en verða að vera búnir að því fyrir próf.

Efnisatriði

Bókmenntasaga 1550-1900, lærdómsöld, upplýsing, rómantík, raunsæi, Íslandsklukkan.

 

Námsfyrirkomulag

Fyrirlestrar, einstaklings- og hópverkefni.

 

Tvær vikur á önninni verða notaðar í verkefnavinnu.

Kennslugögn

Hannah Kent (2014). Náðarstund.
Kristinn Kristjánsson (1996). Íslenskar bókmenntir frá 1550 -1900.
Ormurinn langi (2005) (útg. Bragi Halldórsson o.fl.)

Námsmat

  • Lokapróf á önn í Íslandsklukkunni 21%
  • Verkefni og krossapróf 34%
  • Lokapróf 45%

 

ATH! Til að standast áfangann þarf að fá a.m.k. 4,5 á lokaprófi.

 

 

Tengd vefslóð

http://www4.fa.is/deildir/Islenska2/403/aaetlun/index.html