Áfangi

ÍSL 403

  • Áfangaheiti: ÍSLE2BS05
  • Undanfari: 5 feiningar í íslensku á 2. þrepi

Markmið


Í áfanganum er lögð áhersla á tengsl máls, bókmennta og þjóðfélags frá siðaskiptum fram yfir aldamótin 1900. Skoðaðar eru bókmenntir á tímum lúthersks réttrúnaðar, upplýsingar, rómantíkur og raunsæis og vakin athygli á hvernig þær spegla þjóðfélagsaðstæður og menningarlíf. Nemendur lesa valda texta og lögð er áhersla á höfunda sem setja svip sinn á bókmenntirnar. Nemendur kynnast hugmyndum manna um íslenska tungu og viðleitni til málhreinsunar.

Við lok áfangans skulu nemendur:

- geta gert grein fyrir helstu einkennum bókmennta á tímabilinu 1550 - 1900
- geta gert grein fyrir helstu höfundum og verkum tímabilsins
- hafa lesið texta frá tímabilinu og fjallað um þá
- geta lesið texta frá tímabilinu af skilningi

Kennslugögn

Kristinn Kristjánsson (1996). Íslenskar bókmenntir frá 1550 -1900.
Ormurinn langi (2005) (útg. Bragi Halldórsson o.fl.)
Haustönn: Þóra Karítas Árnadóttir. Blóðberg. JPV útgáfa 2020.
Vorönn: Hannah Kent. Náðarstund. JPV útgáfa 2014.

Námsmat

Verkefni og hlutapróf. Sjá nánar í kennsluáætlun.

Tengd vefslóð

http://www2.fa.is/Islenska/