Áfangi

ÍSL 503

  • Áfangaheiti: ÍSLE3NB05
  • Undanfari: 10 feiningar í íslensku á 2. þrepi

Markmið

Bókmenntir frá 1900
Undanfari: ÍSL 403 Bókmenntir og tungumál frá siðaskiptum til 1900

Í áfanganum kynnast nemendur íslenskri bókmenntasögu 20. aldar í samhengi við strauma og stefnur í þjóðfélags- og menningarmálum bæði hérlendis og erlendis á sama tímaskeiði. Nemendur kynnast helstu höfundum á þessum tíma, lesa verk eftir þá, glöggva sig á inntaki bókmenntaverkanna og reyna að átta sig á erindi þeirra við eigin samtíma og nútímann. Nemendur gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega með sérstöku tilliti til mismunandi stíls ólíkra höfunda.

Við lok áfangans er stefnt að því að nemendur hafi öðlast nokkra yfirsýn yfir íslenskar bókmenntir á 20. öld. Í þeim tilgangi skulu þeir:
hafa lesið tvær skáldsögur
hafa lesið ljóð, smásögur og skáldverk undir leiðsögn kennara
hafa séð uppfærslu á íslensku leikriti í leikhúsi
geta fjallað af sæmilegri yfirsýn um íslenskt mál með hliðsjón af íslenskri málstefnu

Námsfyrirkomulag

Tvær vikur á önninni verða notaðar í ritunarvinnu

Kennslugögn

Þyrnar og rósir.(1999) (útg. Kristján Jóhann Jónsson o.fl.).
Dagný Kristjánsdóttir. Öldin öfgafulla,
Halldór Laxness. 1934-35. Sjálfstætt fólk. (nota má hvaða útgáfu sem er).
Kjörbók (upplýsingar hjá kennara).

Námsmat

Vetrareinkunn 60%
Lokapróf 40%
Lokaprófið tekur eina og hálfa klukkustund. Nemendur þurfa að ná lágmarkseinkunn (5) í lokaprófi.

Tengd vefslóð

http://www4.fa.is/deildir/Islenska2/503/aaetlun/index.html