Áfangi

TÖL 123

  • Áfangaheiti: UPLÆ2EP05
  • Undanfari: Nemendur þurfa að hafa þekkingu í almennri tölvunotkun

Markmið

Að nemendur öðlist töluverða færni í almennri tölvunotkun. Í því felst þjálfun í notkun algengasta notendahugbúnaðar ásamt skjalavörslu í tölvum. Að nemendur kunni að leita heimilda á bókasöfnum og Internetinu og geti beitt faglegum vinnubrögðum við úrvinnslu úr þeim.

Efnisatriði

Internetið og tölvupóstur kynnt og notað jöfnum höndum alla önnina
Windows vinnuumhverfið
Skjalavarsla í tölvum – MyComputer og Windows Explorer
Ritvinnslan Word
Framsetningarforritið PowerPoint
Töflureiknirinn Excel
Bókasöfn - kynnt verður uppbygging og skráningarkerfi bókasafna, heimildaöflun og meðferð heimilda

Námsfyrirkomulag

Nemendur vinna nokkur verkefni í hverjum efnisþætti fyrir sig undir leiðsögn kennara. Skilaskylda verkefna er 100% og er nemendum ekki heimilt að taka lokapróf nema þeir hafi lokið við allt námsefnið. Verkefnaskil fara ýmist fram í kennslustundum og/eða á Netinu, nánar tiltekið í kennsluumhverfinu WebCT þar sem öll endurgjöf fer fram.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara