Áfangi

TMS 103

  • Áfangaheiti: TAMS3TT05
  • Undanfari: Æskilegt er að nemendur hafi lokið HBFR1HH05 og NÆRI1NN05/NÆRI2NN05

Markmið

Að nemendur þekki uppbyggingu tanna og vefja í munni.  Að þeir öðlist þekkingu og skilning á orsökum og afleiðingum tveggja algengustu tannsjúkdómanna, það er tannskemmda og tannvegssjúkdóma.  Einnig að nemendur kynnist ýmsum fyrirbyggjandi leiðum gegn þessum sjúkdómum, ásamt algengustu slímhimnusjúkdómum munns.

Efnisatriði

Heiti, hlutverk og uppbygging tanna og vefja, myndun tanna, fjöldi tanna og tanntaka, tannsýkla, bakteríur, sýnataka, sýrustig, tannsteinn, tannáta, áhrifaþættir tannátu, úrkölkun og endurkölkun, uppbygging tannholds og sjúkdómar í tannholdi, fyrirbyggjandi meðferðir og eftirlit, munnvatn, munnvatnsskortur, mataræði, flúor, munnhirða mismunandi hópa svo sem aldraðra, fatlaðra og annara, hjálpartæki og efni til munnhirðu, slímhimnusjúkdómar.

Námsfyrirkomulag

Efnið er rakið og útskýrt með fyrirlestrum, umræðum, sýnikennslu og verkefnum. Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í umræðum um námsefnið.

Kennslugögn

Stuðst er við Tandklinikassistent, grundforløb og hovedforløb, útgefin af Erhvervsskolernes Forlag. www.ef.dk ásamt ítarefni á netinu og hjá kennara.

Námsmat

Fjögur lotupróf eru tekin á önninni hvert þeirra gildir 5%, einstaklingsskilaverkefni 10%, flutningur af skilaverkefni 5%,  lokapróf 65% - hafa ber í huga að það þarf að ná lágmarkseinkunn 5 í lokaprófi til að ljúka áfanganum.