Áfangi

LAN 103

Markmið

Eftir áfangann eiga nemendur að: 

geta gert skil á tvískiptingu landafræðinnar 
geta beitt vinnuaðferðum landfræðinga 
geta lesið, búið til og notfært sér ólík kort. 
þekkja undirstöðuatriðin í fjarkönnun. 
geta fjallað um helstu gerðir kortavarpana og þekki meginkosti og þeirra galla 
geta reiknað út mælikvarða 
kynnast og nota bauganet jarðar, m.a. til staðarákvörðunar og tímaútreikninga. 
þekkja helstu drætti í sögu kortagerðar 
gera sér grein fyrir hugtökum á borð við sjálfbæraþróun, skipulag, auðlindir og landnýting. 
geta gert skil á hvernig land er nýtt á Íslandi 
þekki hugtök í tengslum við landnýtingu og skipulag s.s. kjarnasvæði og jaðarsvæði 
geta lýst og útskýrt meginskilyrði fyrir ólíka landnýting allt frá landbúnaði til þéttbýlis 
þekkja helstu gerðir skipulags s.s. aðal-. svæða- og deiliskipulag 
þekki helstu lög og reglugerðir er lúta að skiplagi og landnýtingu í heimabyggð 
gera sér grein fyrir hvaða auðlindir standa undir efnahagslífinu 
þekki dreifingu, samsetningu, vöxt og hreyfingu fólksfjölda
geta rætt mikilvæg vandamál er tengjast þróun fólksfjölda og búsetu, á Íslandi sem erlendis
geta notað mikilvæg hugtök í lýðfræði s.s. meðalævi og lífslíkur
þekkja kenningar um mannfjöldabreytingar
þekkja hvernig þróun atvinnulífs hefur breytt íslensku þróunarmynstri

Efnisatriði

Kort og kortalestur
Sjálfbær þróun
Staða jarðar í himingeimnum
Lýðfræði
Veður og vatn
Borgarskipulag

Námsfyrirkomulag

Námið byggir á innlögn frá kennara og sjálfstæðum vinnubrögðum nemenda. Innlögn kennara fer bæði fram í tímum sem og inn á Moodle þar sem nemendur skila öllum sínum verkefnum. 

Kennslugögn

Landafræði. Maðurinn, auðlindirnar og umhverfið e. Peter Östman o.f.l. Útgefandi MÁL OG MENNING. Auk þess efni frá kennara.

Námsmat

Mæting 10% (raunmæting) 
Verkefni 22% 
Útdráttur kvikmynda 8% (skila 2 af 3)
Hlutapróf 20% 
Lokapróf 40% (lágmarkseinkunn í lokaprófi er 4,5 til að standast á

Á önninni verða 2 hlutapróf og gildir hvort þeirra 20% af lokaeinkunn. 
Þeir nemendur sem ná 7,5 eða hærra í einkunn að meðaltali úr hlutaprófum sem og hafa skilað öllum verkefnum annarinnar á fullnægjandi hátt sleppa við lokapróf. Aðrir taka lokapróf á prófatíma í vor. Ekki verða „sjúkrahlutapróf“ fyrir þá sem ekki gátu mætt eða voru veikir þeir mæta í lokapróf á próftíma í vor. 

Fyrir þá sem sleppa við að taka lokapróf gilda hlutaprófin 60%, verkefnin 40%.

Skiladagur verkefna er viku eftir að þau eru lögð fyrir. Eftir það dregst 1 frá fyrir hvern dag sem fram yfir fer. 

Einkunn fyrir mætingu miðast við eftirfarandi: 99-100% mæting = 10, 96-98%=9, 93-95%=8, 90-92%=7, 88-89%=6, 85-87%=5, 83-84%=4, 81-82%=3, 80%=2, undir 80%=0