Áfangi

SKR 102

  • Áfangaheiti: SKRÁ2TT05
  • Undanfari: Áfanginn er tekinn samhliða TAMS3TT05
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Samkvæmt lögum skal skrá öll tannlæknaverk og geyma gögn í 10 ár.

Nemendur þekki ýmis skráningarkerfi, skráningu í tannkort, tímabókanir, gjaldskrár, gerð kostnaðaráætlana og mismunandi tölvuforrit sem notuð eru á tannlæknastofum ofl.

Efnisatriði

Útlit tanna, heiti tanna, heiti flata, Haderup kerfi, FDI kerfi, dagbók, símsvörun, tímapantanir, tannkortið, skráning á tannstöðu, DMFT-S, skráning og úrlestur ýmissa aðgerða, gjaldskrá, kostnaðaráætlun, tölvuforritið tannlæknaþjónninn ofl.

Námsfyrirkomulag

Efnið er kynnt í fyrirlestrum, með dæmum og hópavinnu. Mikið er unnið að verkefnum bæði í tíma og heima.  Ætlast er til að nemendur taki virkan þátt í umræðum, verkefnum og hópavinnu.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Ýmis skilaverkefni, tímaverkefni og skyndipróf gilda 20%, tölvuverkefni 10%, Lokapróf sem skipt er upp í tvo hluta gildir 70% þó verður að ná lágmarkseinkunn í báðum hlutum til að ljúka áfanganum.