Áfangi

FAL 201

Markmið

Þekkingarviðmið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • latneskum hugtökum sem notuð eru um líffærafræði, sjúkdómagreiningar og aðgerðir
  • flóknum latneskum orðum sem fjalla um tengsl heilbrigðis og sjúkdóma

Leikniviðmið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
  • nota fagmál þegar upplýsingar eru skráðar í sjúkraskrá
  • leita upplýsinga um fagmál þegar þörf er á

Hæfniviðmið
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
  • lesa úr flóknum fagorðaforða um líffærafræði og aðgerðir
  • útskýra fagorð sjúkdómsgreininga og tengsl þeirra við önnur fagorð í sjúkraskrá

Efnisatriði

Í áfanganum er fjallað um latneskan orðaforða með áherslu á orðmyndun og skilning á hugtökum. Einnig er fjallað um viðamikinn fagmálsorðaforða er snýr að líffæra- og aðgerðarheitum. Áhersla er lögð á lestur sjúkdómagreininga ásamt æfingum í orðmyndun og málfræðigreiningum í þeim flokki.

Námsmat

Gagnvirk próf og æfingar eru gerðar alla önnina, lokapróf úr afmörkuðu efni.