Áfangi

Hjólað/gengið í skólann

Námsfyrirkomulag

Nemendur í áfanganum þurfa að hjóla/ganga samtals 150 km á önninn í og úr skóla og fá fyrir það eina einingu.

Nemendur sem skrá sig í áfangann þurfa að eiga snjallsíma og ná í smáforritið STRAVA í símann. Forritið skráir hraða, vegalengd og leiðir sem gengnar eru. Stofna þarf aðgang í upphafi annar og gerast vinur kennarans. Þannig getur kennari fylgst með því hversu langt og oft nemandi gengur sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á þennan möguleika sem íþróttaáfanga.

Nemendur í Hjólað/gengið í skólann þurfa að mæta á kynningarfund í upphafi annar þar sem farið er yfir reglur og nemendm leiðbeint hvar má leggja hjólunum, hvernig senda skal kennara vinabeiðni o.s.frv.