Áfangi

ÍÞR 131

Námsfyrirkomulag

Hjólað í skólann.
Nemendur verða að hafa aðsetur í a.m.k. 1,5 km fjarlægð frá skóla. Eina krafan er að nemendur hjóli 150 km á önninni frá heimili sínu í skólann. Fyrir nemanda sem býr í 2,5 km fjarlægð fást þá 5 km fyrir að fara fram og til baka. Slíkur nemandi þarf þá 30 ferðir í skólann til að ná 150 km markinu. Þessu gæti nemandinn t.d. náð á fyrstu 6 vikunum ef hann hjólar daglega en á haustönn er veðrið auðvitað best fyrst en best seinast á vorönn. Nemendur skrá ferðir sínar á skráningablað sem hangir á vegg við móttöku/afgreiðslu skólans jafnóðum, þegar þeir mæta til skóla. Eftirlitsmenn þar fylgjast svo með hvort skráningin stemmir. 

Gengið í skólann
Þeir sem vilja ganga þurfa sömuleiðis að ganga samtals 150 km á önninn og þurfa að ganga a.m.k. 1,5 km á leiðinni í skólann og sömu vegalengd á leið aftur heim. Þannig þurfa þeir sem búa aðeins í kílómeters fjarlægð frá skólanum að leggja lykkju á leið sína til að ná þessari lágmarks vegalengd. Þessi vegalengd þykir lágmarksvegalengd til að fá þau heilsubótaráhrif sem óskað er eftir með íþróttaiðkun nemenda.
Nemendur sem taka þátt í Gengið í skólann þurfa að eiga snjallsíma og ná í smáforritið Endomondo í símann. Forritið skráir hraða, vegalengd og leiðir sem gengnar eru. Stofna þarf reikning, gerast vinir kennarans. Þannig getur kennari fylgst með því hversu langt og oft nemendur ganga sem er forsenda þess að hægt sé að bjóða upp á þennan möguleika sem íþróttaáfanga.

Nemendur í Hjólað- og Gengið í skólann þurfa að mæta á kynningarfund í upphafi annar þar sem farið er yfir reglur og nemendm leiðbeint hvar má leggja hjólunum, hvernig senda skal kennara vinabeiðni o.s.frv.

Kennslugögn

Hjól :)
Nemendur sem taka þátt í Gengið í skólann þurfa að eiga snjallsíma og ná í smáforritið Endomondo í símann.