Áfangi

Formfræði

Markmið

Nemendur kynnast reglum í myndbyggingu og læra að notafæra sér þær. Nemendur kynnast einnig grunnformum og notkun þeirra og svo litafræði.
Sérstaklega verður skoðað hvernig þessir þættir eru nýttir í hönnun auglýsinga.

Námsfyrirkomulag

Kennsla fer fram annars vegar í teiknistofu og hins vegar í tölvustofu. Verkefnum úr teiknistofu er safnað í möppur sem nemendur þurfa að fjárfesta í en tölvuverkefni eru geymd á heimasvæðum nemenda þar til kennari biður um þau. Til viðbótar eru sjálfstæð verkefni sem skila á skiladegi þeirra.

Námsmat

Símat. Hvert og eitt verkefni er próf og er 100% skilaskylda á verkefnum.

  • Annareinkunn (mappa og tölvuverkefni) 35%
  • Sjálfstæð verkefni 15%
  • Próf 20%
  • Lokaverkefni 30%

Mæting, frumkvæði, áhugi og framfarir skipta miklu máli.