Áfangi

SJÚ 203

  • Áfangaheiti: SJÚK2GH05
  • Undanfari: SJÚK2MS05 (má taka samhliða)
  • Efnisgjald: 0

Markmið

Að nemandi
læri um meingerð, einkenni, orsakir og mögulegar afleiðingar algengra sjúkdóma í innkirtlum, hjarta-og æðakerfi, öndunarfærum, meltingarfærum, þvag- og æxlunarkerfi.
þekki einkenni, orsakir og meðferðarmöguleika algengra geðrænna sjúkdóma.
geti útskýrt ákveðin sjúkdómseinkenni út frá lífeðlisfræðilegum breytingum sem verða í líkamanum við samvægistruflanir og sjúklegt ástand.
geti lýst hvernig hægt er að draga úr einkennum eða fyrirbyggja samvægistruflanir og sjúklegt ástand með breytingum á lífsvenjum. 
þekki algeng latnesk sjúkdómaheiti og tengsl þeirra við líffæra-og lífeðlisfræði

Efnisatriði

Í áfanganum er fjallað um hjarta- og æðasjúkdóma, öndunarfærasjúkdóma, sjúkdóma í innkirtlum, meltingarkerfi, þvagkerfi og æxlunarkerfi. Jafnframt verður fjallað um einkenni og áhrif algengra geðrænna sjúkdóma og vægra geðraskana..

Námsfyrirkomulag

Kennsluáætlun

Kennslugögn

Mc Connell, T. (2007 eða 2014) The Nature of Disease: Pathology for the Health Professions.
Auk þess efni frá kennara á Moodle.

Námsmat

70% lokapróf
30% verkefni og próf á önn