Áfangi

Fjallganga/útivist

  • Áfangaheiti: ÍÞRÓ1FJ01

Markmið

Nemandi noti útivist til líkams- og heilsuræktar Nemandi kunni að velja útbúnað og fatnað til útiveru Nemandi læri að umgangast viðkvæma náttúru á umhverfisvænan hátt

Námsfyrirkomulag

Nemendur þurfa að fara tvær gönguferðir, hvora 4-5 klst. að lengd, til að fá eina einingu. Ferðirnar verða undirbúnar í sameiningu með hjálp korta og leiðarlýsinga. Tímarnir liggja utan hefðbundarinnar stundatöflu.

Kennslugögn

Nemendur þurfa að vera í gönguskóm eða uppháum skóm með grófum sóla. Einnig að hafa meðferðis vatnsheldan hlífðarfatnað. Nánari upplýsingar um útbúnað verða gefnar í byrjun annar.

Námsmat

Nemendur þurfa að ljúka tveim göngum af fjórum til að fá eina einingu.

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/nam/deildir/ithrottir/ithrottir141/