Áfangi

BÍÓ 203

 • Áfangaheiti: KVMG2SJ05
 • Undanfari: KVMG1ST05 eða reynsla í kvikmyndagerð

Markmið

Við lok áfanga skulu nemendur: 

 • Kunna skil á hvernig handrit fyrir heimildamyndir eru byggð upp .
 • Ná tökum á upplýsingaleit, bæði fyrir heimildarmyndir og fréttir.
 • Geta unnið frétt fyrir sjónvarp og sett saman fréttatexta.
 • Hafa lært nánari meðhöndlun kvikmyndatökuvélar.
 • Hafa lært grundvallaratriði í lýsingu.
 • Hafa skilning á kvikmyndaformum, s.s. Cinema de real og Fly on the wall.
 • Hafa náð betri tökum á einu klippiforriti, t.d. Final Cut.
 • Hafa betri skilning á mikilvægi klipparans, þá sérstaklega við gerð heimildamynda.
 • Hafa náð tökum á skipulögðum vinnubrögðum.
 • Hafa þroskað skapandi og gagnrýna hugsun.
 • Kunna skil á gerð fjárhagsáætlunar (budget) fyrir heimildarmyndir.

Námsfyrirkomulag

Kennd verða grundvallar atriði varðandi fréttavinnslu fyrir sjónvarp. Nemendur afli  frétta hvort sem er innan eða utan skólans. Vinna fréttir til sýningar í sjónvarpi. Fréttatími verður auglýstur í skólanum einu sinni í viku. aAð honum loknum verða fréttirnar aðgengilegar á heimasíðu skólans.
Nemendur vinna einnig að gerð heimildarmynda, í fyrstu verða lagðar fram hugmyndir og síðan valið viðfangsefni, hugmyndin þróuððu og gagnasöfnum hefst. Farið ítarlega í hvernig hún fer fram. Eftir gagnasöfnun er unnið handrit. Allur undirbúningur fyrir myndatöku fer einnig fram á þessu misseri. Í lok annar skal handrit vera tilbúið til myndatöku á vormisseri.
Nemandi getur hugsanlega nýtt sér heimildarmynda verkefnið sem verkefni í annarri námsgrein, s.s. sagnfræði eða félagsfræði, sem yrði þá að vinna í samvinnu við kennara í því fagi. Lögð verður áhersla á frumkvæði nemenda og skapandi innlegg þeirra í áfangann. Nemendur hafa aðgang að tækjakosti skólans, Dvcam/HD upptökuvélum, ljósum, klippitölvu og klippihugbúnaðinum Final Cut.

Kennslugögn

Upplýsingar hjá kennara

Námsmat

Verkefnavinna, símat í áfanga. Öll verkefni í áfanganum verða metin.