Áfangi

LOL 103

  • Áfangaheiti: LÍOL2SS05
  • Undanfari: Æskilegur undanfari: RAUN1LE05

Markmið

Eftir að hafa stundað nám í áfanganum á nemandinn að hafa víðtækt yfirlit yfir byggingu og starfsemi mannslíkamns. Hann á að þekkja helstu hugtök líffærafræðinnar, starfsemi frumna, vefjagerðir, helstu líffæri og líffærakerfi. Megináhersla er lögð á byggingu og starfsemi þekjukerfis, beinakerfis, vöðvakerfis, taugakerfis og innkirtlakerfis.

Efnisatriði

Skipulag mannslíkamans, helstu hugtök líffærafræðinnar, frumur, frumulíffæri, frumuhimna og flutning efna yfir himnur, vefir, þekjukerfi, beinakerfi, liðir, nöfn og starfsemi vöðva, taugastarfsemi, taugakerfi, skynjun, innkirtlar.

Kennslugögn

INTRODUCTION TO THE HUMAN BODY eftir TORTORA, GERARD J. Útg 2015. Einnig má nota eldri útgáfur eftir sömu höfunda t.d. Essentials of Anatomy and Physiology.
Human Anatomy Colouring Book eftir M. Matt og J. Ziemian. Fæst í Bóksölu stúdenta og fleiri bókaverslunum.
Trélitasett (12-15 litir)
Ljósritað efni frá kennara

Námsmat

Í lok annar er skriflegt próf sem gildir 50% af lokaeinkunn.  Verkefni og kaflapróf gilda 30%. Hlutapróf úr beinum og vöðvum gilda 10% hvort.

Tengd vefslóð

http://www.fa.is/deildir/Heilbrigdisgreinar/Heilbrigdisskolinn/lolheimasida/lol103.html